The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, september 29, 2004

Dreymdi að ég létist í bílslysi. Frekar góður draumur en afskaplega skrítinn. Var á leiðinni upp einhverja fjallshlíð og það var einhverskonar kappakstur í gangi. Lennti í árekstri við síðhærðan leðurtöffara sem var að taka frammúr mér. Við köstumst út úr bílunum. Stöndum upp og sjáum hús þarna rétt við veginn. Við hlaupum þangað. Húsið lítur út eins verksmiðja og er á allan máta frekar fráhrindandi. Bönkum uppá og þar er jakkaftaklæddur maður sem tekur á móti okkur og segir okkur að bíða. Við frekar æstir reynum að segja að við höfum lennt í árekstri en jakkafötin eru áfram hin rólegustu og segir að við þurfum að bíða eftir að það sé komið að okkur, það sé brjálað að gera hjá þeim. Hann vísar okkur á biðstofu og segir okkur að setjast og slappa af. Jakkafötin fara en ég eitthvað stressaður byrja að líta í kringum mig. Fer að hurðinni sem jakkafötin fóru um og opna litla rifu. Þar fyrir innan er herbergi fullt af skrifstofuborðum og við hvert skrifborð situr jakkafataklónn og er að taka skýrslu af allskyns fólki. Ég heyri að jakkafötin eru að spyrja fólkið hvað hafi komið fyrir það og það virðist allt vera nýlega sloppið úr einhverju slysi. Eitt stykki jakkaföt kemur auga á mig og kemur í biðstofuna og reynir að róa okkur leðurtöffarann niður. Hann útskýrir fyrir okkur (sem mig var farið að gruna) að við hefðum ekki sloppið úr árekstrinum á lífi. Hann bendir okkur á að bíða þar sem það sé svo mikið að gera hjá þeim. Hann bíður okkur að lesa eitthvað og sýnir okkur að allur texti er með kommentum á spássíu með rauðu letri. Það er vegna þess að fólk skynjar hlutina öðruvísi þegar það er látið. Jakkafötin fara. Ég og leðurtöffarinn ákveðum að láta okkur hverfa. Við hlaupum út, finnum bílana óskemmda (og engin lík). Við brunum niður hlíðina og Allt virðist vera í lagi. Ég er nokkuð viss um að ég sé ekki lengur dauður.

Og þá vaknaði ég.

föstudagur, september 24, 2004

Já það er gaman að hafa svona commenta-kerfi. Þvílík gleði, þvílíkt stuð.

Mæer finnst krækiber góð. Er svo heppinn þessa seinustu og verstu að foreldrar mínir eru útivistarfrík sem gætu líklegast lifað af landinu ef "siðmenningin" liði undir lok. Hjá þeim má finna ferskan krækling, fjallagrasakrydd og fengilegan fisk færðan af fjöllum á flatlendið fyrir firrta fjölskyldumeðlimi. Frábærast finnst mér þó að fá rabbabara- og bláberjasultu og ekki er amalegra að fá bláber með rjóma og krækiber útá skyrið. Áðan borðaði ég skyr með krækiberjum sem foreldrar mínir tíndu í dall einhversstaðar á hálendinu. Einhverra hluta vegna bragðast þau mun betur en þau sem standa fyrir framan Kirsuberið á Laugaveginum. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og berin betri.

Sé núna að þetta röfl í mér á sitthvað sameiginlegt við færsluna hans Hjálmars um Dame Blanche. Hjálmar á ammæli í dag. Til hamingju Hjálmar!

Pæliðí hve góð matreiðslan hans Hjálmars hlýtur að vera núna fyrst hann er svona langt í burtu.

fimmtudagur, september 23, 2004




miðvikudagur, september 22, 2004

Sjiii...

Er orðinn húkkt á 24.



Á bágt með að lifa lífinu á venjulegum hraða.
Hversvegna er ekkert meiriháttar plott um að steypa íslensku stjórninni af stóli og ég er eina manneskjan sem getur staðið í vegi fyrir það.
Kanski vegna þess að ég myndi barasta stíga til hliðar.

Allavegna þá finnst mér vanta meiri 24 stemmningu í lífið hjá mér.
Hef þó tekið eftir að þættirnir eru farnir að hafa áhrif á veruleikaskynjun mína:

Ég heyrir "tikk-tokk" hljóð í tíma og ótíma (sérstaklega þegar ég fer á klósettið).
Ég býst við byssugný á hverri stundu og er tilbúinn að fleygja mér í skjól (soldið vandræðalegt að vera búinn að fleygja sér tvisvar í dag bak við sófa hérna fram á gangi).
Í hvert skipti sem ég geng inn í nýtt herbergi lýt ég eftir mögulegum flóttaleiðum.
Ég er alveg hættur að treysta nokkurri manneskju hérna í Odda.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvurslags paranoja fór í gang hjá mér í morgunn þegar ég gat ekki loggað mig inn í tölvukerfið í skólanum.

Skrifstofufólkið segir mér að slappa af, að þessu verði kippt í liðinn á næstu mínútum. Ástæðan sem það gefur upp fyrir þessu fíaskói er að ég er í tilvistarlegu limbói innan veggja skólans. Ekki fastráðinn og ekki í nemendahlutverki.

Kjaftæði.

Hvaða stofnun ætli standi fyrir þessu?
Er þetta kanski verk Second Wave?
Tengist þetta á einhver hátt kosningunum í USA?

sunnudagur, september 19, 2004

Bíllinn minn var í sjónvarpinu um helgina!

Innlent | mbl.is | 18.9.2004 | 12:15
Þjófur hjólaði á milli bíla
Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann við Baldursgötu en þá hafði hann brotist inn í sjö bíla í hverfinu. Maðurinn var á reiðhjóli til að komast hraðar á milli bílanna. Í gærmorgun var ekki ljóst hversu miklu hafði verið stolið. Maðurinn var vistaður í fangageymslum.


Já, það er ekki á hverjum degi sem múmú verður næstum frægur. Ég get þakkað bandbrjáluðum hjóla róna vopnuðum vírvirki og líklegast grjóti þessa skemmtilegu lífsreynslu að sjá næstum innfyrir þröskuld frægðarinnar. Ef hann hefði verið aðeins meira með sönsum hefði hann ef til vill tekið eftir að bíllinn var ólæstur enda ekkert þess virði að taka úr honum.

Það var nú sosum líka kominn tími til að ryksuga innvolsið í ryðhrúgunni og það er fátt sem kemur múmú jafn fljótt í það verk eins og hræðsla við að skera sig á glerbroti í miðju akstursferðalagi.

Er að íhuga að setja miða í fram rúðuna sem mun hljóma einhvernveginn svona:

Kæri fylliraftur og/eða skemmdarvargur,

Í stað þess að brjóta rúðuna á þessum bíl bankaðu uppá hjá mér og ég skal borga þér þúsundkall fyrir að láta hana í friði. Það er ekkert í beyglunni sem er meira virði en þúsundkall. Ef þú trúir mér ekki geturðu opnað ólæstu hurðina og sannreint orð mín.


Ég er barasta svo hræddur um að þeir sem læsu þetta myndu fara í það að misnota góðmennsku mína. Þá þyrfti ég líklega að vera með lager af þúsundköllum heima við og eins og staðan er núna þá fór seinasti yfirdráttur í að borga tvær nýjar rúður í blessaðan bílinn.

föstudagur, september 17, 2004

Bloggið er dautt, lengi lifi bloggið!

Í gífurlegum hressleika tek ég við fyrri iðju þar sem tíma mínum (og vonandi ykkar) er eitt í innantómt þvaður. Jeiiii.

Tiltektardagur í dag. Hef ekki tekið til á skrifborðinu í nokkra mánuði og fann ýmislegt skemmtilegt en mestmegins drasl. Hennti fullt af drasli í skúffunar og ákvað að taka þær seinna. Það er ekki drasl til staðar nema ég sjái það, ekki satt?

Datt'íða í Skífunni. Helvítis útsölur í gangi. Ekki góður tími fyrir tónlistaralka eins og mig. Náði þó að halda mig innan við tíu diska. Hvenær hættir útsalan? Hvar á ég að labba með barnavagninn þar til hún er búin?

Gvuð gefi mér æðruleysi....

mánudagur, september 13, 2004

Í dag er góður dagur.

Strax búinn að vera assgoti prodúktífur og klukkan rétt orðin 10.

Sumt er mér um megn að skilja og annað reyni ég að velta sem minnst fyrir mér, vegna ólíkra ástæðna þó. Til að mynda þá hef ég ákveðið að velta sem minnst fyrir mér:

Hversvegna fólk undir tvítugu kaupir BonJovi og Phil Collins (einhverja hluta vegna komu heilu skararnir af 15ára únglíngum og keyptu þennan vibba þegar ég var að vinna hjá Mammon).

Hversvegna fólk kýs yfir sig núverandi stjórn.

Hvað er díllinn með hárið á Dabba?

Hversvegna er allt í lagi að vera rassgat en ekki asshole?

Nenni ekki að eyða takmörkuðum heilasellutíma mínum í þessi málefni, en ef einhver er með skothelda útskýringu á þessum skringilegheitum þá væri allt í lagi að láta mig vita. Aldrei að vita hvaða spurningar verða í næstu útgáfu af Tribba.

föstudagur, september 10, 2004


Ammæliskakan er tilbúin

föstudagur, september 03, 2004

Held að ég hljóti að vera með nokkrar lausar skrúfur eða bolta.

Talandi um bolta, vissuði að náunginn sem var í auglýsingunum með Sveppa fyrir nokkrum mánuðum er einhver fótboltagæji sem heitir Eiður Smári? Hann er sko fótboltagæjinn sem var að glíma við spilafíkn og var framan á Séð og Heyrt fyrir enn lengra síðan.

Í frekari fréttum fyrir íþróttalegafatlaðabesservissa þá var gæinn sem fékk einhver verðlaun á ólympíuleikunum um daginn fyrir að hafa leikið 300 eða 400 landsleiki EKKI fótboltagæji heldur handboltagæji.

Síðan svona á meðan ég man það þá var Kristján Ara í handboltanum eins og mig minnti en var ekki markvörður heldur skytta.

Einhverntíma á ég eftir að geta svarað appelsínugulri tribbaspurningu rétt.

fimmtudagur, september 02, 2004

ah, kennslan byrjuð og allt að komast á rétt ról.

Dreymdi David Lee Roth aftur í nótt. Er að velta því fyrir mér hvað hann standi eiginlega fyri. Horfði nefnilega á snilldarþáttinn Sjarmed í gærkveldi þar sem þær systur þurftu að takast á við drauma sína. Allt mjög fraudískt. Þannig að draumráðningar eru vel þegnar ef einhverjum dettur í hug hvað það merkir að dreyma David Lee Roth.

miðvikudagur, september 01, 2004

Mig dreymdi permrokkarann David Lee Roth í nótt. Við sungum dúetta og hann vildi fá mig með sér í nýjan þátt á MTV. Er þetta fyrir heimsendi?