Já það er gaman að hafa svona commenta-kerfi. Þvílík gleði, þvílíkt stuð.
Mæer finnst krækiber góð. Er svo heppinn þessa seinustu og verstu að foreldrar mínir eru útivistarfrík sem gætu líklegast lifað af landinu ef "siðmenningin" liði undir lok. Hjá þeim má finna ferskan krækling, fjallagrasakrydd og fengilegan fisk færðan af fjöllum á flatlendið fyrir firrta fjölskyldumeðlimi. Frábærast finnst mér þó að fá rabbabara- og bláberjasultu og ekki er amalegra að fá bláber með rjóma og krækiber útá skyrið. Áðan borðaði ég skyr með krækiberjum sem foreldrar mínir tíndu í dall einhversstaðar á hálendinu. Einhverra hluta vegna bragðast þau mun betur en þau sem standa fyrir framan Kirsuberið á Laugaveginum. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og berin betri.
Sé núna að þetta röfl í mér á sitthvað sameiginlegt við færsluna hans Hjálmars um Dame Blanche. Hjálmar á ammæli í dag. Til hamingju Hjálmar!
Pæliðí hve góð matreiðslan hans Hjálmars hlýtur að vera núna fyrst hann er svona langt í burtu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home