The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, september 02, 2004

ah, kennslan byrjuð og allt að komast á rétt ról.

Dreymdi David Lee Roth aftur í nótt. Er að velta því fyrir mér hvað hann standi eiginlega fyri. Horfði nefnilega á snilldarþáttinn Sjarmed í gærkveldi þar sem þær systur þurftu að takast á við drauma sína. Allt mjög fraudískt. Þannig að draumráðningar eru vel þegnar ef einhverjum dettur í hug hvað það merkir að dreyma David Lee Roth.

2 Comments:

At fimmtudagur, 02 september, 2004, Blogger La profesora said...

það er einfalt minn kæri. (flott síðan þín by the way).
david lee roth stendur fyrir löngun þína til þess að safna hári og ganga í hlébarðabuxum. þig langar til þess að drekka viskí og hoppa um sveiflandi hárinu. þig langar til að verða rekinn úr hljómsveit og verða tekinn inn aftur. og þig langar til að segja hammalebebbeleshibalebabelihamelebabelishibalibab í tíma og ótíma.

 
At föstudagur, 03 september, 2004, Blogger Fláráður said...

Já, þú segir nokk. Ég held barasta að þetta sé alveg rétt hjá þér. Þetta sé svona andsvar undirmeðvitunarinnar við þeirri stöðu sem ég er kominn í. Kanski ég sé farinn að taka mig of alvarlega í föður- og kjennara hlutverkunum. Þá er það ákveðið, læt mér vaxa sítt og perma - kaupi þröngan tægergalla og æfi mig í geiflunu. Djöfull verð ég flottur uppí pontu eftir áramót.

 

Skrifa ummæli

<< Home