The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, febrúar 28, 2005

Spúsa útskrifuð og strákurinn í fyrsta skipti í pössun yfir nótt. Borðað á Argentínu og heilsað uppá ammæli út um allan bæ. Barnafólk í heimsókn á sunnudeginum til fólksins sem var þunnt þrátt fyrir að hafa bara rétt dýft stórutánni í glas og komið heim um hálf tvö. Soldið svindl, en helgin í heild stórkostlega vel heppnuð.

Olé

föstudagur, febrúar 25, 2005

Assgoti hressilegt komment frá Agli "silfri" Helgasyni um að Ísland væri best í heimi (reyndar með hinum norðurlöndunum) og að við ættum að vera stolt af kristninni okkar og að það ætti ekki að vera að kenna um önnur trúarbrögð í skólum. Samkvæmt manninum er íslam og hindúatrúabrögð kvenn- og mannfjandsamleg og því ætti ekki verið að púkka upp á þessháttar vibba. Hmmm... annað en kristni sem hefur ekki gert neitt annað en boðað kærleika alla tíð?

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Varðandi seinustu færslu þá er búið að leiðrétta mig allharkalega. Þið verðið að afsaka vitleysuna hjá mér en ég er bara að taka mín fyrstu skref í þekkingarheimi íþróttanna enda með það háleita markmið að geta svarað fleiri appelsínugulum spurningum í næsta tribba.

Hér með leiðréttist að Framsóknarfólk "á" ekkert fótboltalið á stórhöfuðborgarsvæðinu enda eru ekki til nógu margir sem styðja þann flokk til þess að standa bakvið heilt fótboltalið.

Sko, alltaf að læra.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Sko mig - ég sem var búinn að sjá fram á survævor færslu barasta horfði ekkert á survævor í gær. Benni kom í mat og Dúi át gleraugun hans. Gaman að fá fólk í heimsókn og hafa slökkt á imbanum svona til tilbreytingar.

Lærði ýmislegt gagnlegt í gær eins og að Valur er fótboltalið Framsóknarmanna og KR er fótboltalið Sjálfstæðismanna. Fylkir og einhver önnur lið sem ég vissi ekki einu sinni að séu til eru víst fyrir þá sem hallast til vinstri. Reyndar var mér tjáð að þetta væri ekki alveg svona klippt og skorið þar sem þetta fer líka mikið einfaldlega eftir hverfum og í Reykjavík er ekki ósjaldan stutt á milli blokkanna og einbýlishúsanna. Gaman að þessu.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Hressilegt hvernig einn svona lítill strákur getur verið mikið veikur á fjölbreytilega máta.

Úrú og Guttinn héldu innflutningsveislu á laugardaginn og við spúsan löbbuðum yfir götun í partí. Fengum frænda frúarinnar til að sitja á sófanum, bryðja nammi og horfa á DVD fyri pening þannig að ef strákurinn myndi vakna þá gæti frændinn látið okkur vita og við hoppað yfir götuna aftur. Þess gerðist ekki þörf enda erum við hjónaleysin í ótrúlega lélegri drykkjuþjálfun og vorum komin snemma heim enda lá við dauða eftir þrjá litla bjóra af minni hálfu. Ókei, ég ýki aðeins. Allavegana þá var gleðin hjá Gutta og Úrúnu vel heppnuð og það kom mér á óvart hvað þau eiga mikið af fallegum og dönnuðum vinum, þau sem eru svo plebbaleg sjálf :)

Við færðum þeim plöntu sem á að lifa af án vatns í 3 vikur og hún hefur sentimental gildi þar sem hún er klónuð af Jónu. Eins og Ollan benti réttilega á þá er ástandið það sorglegt á heimilinu að í leiðindunum hefur verið brugðið á það ráð að skíra plöntuna. Það er spurning hvort múmú geri leik úr þessu og fari að skýra helstu mublurnar og svona eftir vinum og vandamúmúum. Til dæmis ætti einn geisladiskastandurinn án efa að heita Olla, einn sófinn Ingunn og einn bókaskápurinn Bragi. Ef þið þekkið þetta fólk þá þarf ekki að útskýra hversvegna þessar ákveðnu mublur virðast tengjast þessu fólki. Held samt að það væri aðeins of sorglegt að standa í svona nafngiftum og kýs því frekar að deyfa hugann með sjónvarpsglápi. Sem minnir mig á að ég ætla að taka þátt í lágkúrunni í kvöld og glápa á Survivor.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

ekkert blogg í dag

mánudagur, febrúar 14, 2005

در جواب بدون نام
eða eitthvað álíka

miðvikudagur, febrúar 09, 2005




Sjáið þið þetta líka?

mánudagur, febrúar 07, 2005

Í Lala landi er allt í góðu. Sýnist þær systur, Lóa og Maja, hafa ákveðið að hætta þessu blogg veseni á miðvikudaginn seinasta - kanski kemur eitthvað í dag. Múmú þarf auðvitað á sínum daglega skammti að halda. Annars sýnist mér Hugrún ætla að blogga svona einu sinni í mánuði eða svo, Þóra virðist vera búin að gefast upp og Gunni og Hjálmar líka. Alltaf gaman að fá fréttir af Eyvindi og Höllu en ekki svo mikið hægt að stóla á Ollu og félaga. Stórmerkar fréttir af Sparkó, strákurinn virðist hafa tekið eitthvað við sér og það er heillöng færsla þar inni.

Ég á að vera að vinna.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Rakst á þessa skemmtilegu tilkynningu á vefnum:

Thursday 10 February at 16:00 - Icelandic popp-music
Room 101 in Oddi (faculty of social sciences and faculty of business and economics)

Freyr Eyjólfsson, a radio host at “Poppland” on Channel 2 will go through the development of Icelandic pop-music with a lecture and music examples.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Með borinn í báðum höndum reyndi ég að gata eldhúsinnréttinguna með litlum árangri. Er eitthvað trikk við að bora? Þarf langatöng að vera styttri en baugfingur svo vel takist til? Man samt eftir að hafa borað göt í loft og veggi fyrir nokkrum árum og það var ekki svona erfitt. Ætli þetta sé ekki bara óvenju þétt eldhúsinnrétting?

Þetta er samt allt að koma, gengur bara hægar en ég bjóst við.