The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól!


fimmtudagur, desember 18, 2003

Því viltu, fjandinn, freista mín,
Fláráður mjög með svikin þín,
eða veiztu ekki af þessu,
kvinnunnar sæði son guðs er,
sundur skal mola haus í þér,
sittu á kvala sessu,
þar sért þú æ um aldurs tíð,
aldrei linni þín kvöl né hríð,
sóttir þú þennan sigur í stríð.

Sjónvarp og sími enn í hönki en ég get allavegana farið í bað. Eins gott þar sem ég var farinn að taka eftir því að fólk var farið að forðast mig. Próf á eftir og síðan smá ritgerð og svo ein skýrsla og þá er barasta allt búið. Afslappelsi alveg þar til ég fer í jólaundirbúninginn og vinna í búðinni og fara yfir verkefni og próf hjá nemendunum mínum. Held að þetta kalli á bjór.

mánudagur, desember 15, 2003

Hei, ef einhver hefur verið að reyna að hringja í mig [sic] þá er alveg ástæða fyrir því að ég hef ekki svarað. Síminn minn fór í verkfall í síðustu viku og er í viðgerð. Eftir þessa uppreisn hjá símanum hefur hvert heimilistækið ákveðið að vera með attitjúd. Á laugardaginn ákvað til að mynda sturtan að gefa bara frá sér heitt vatn þannig að ég, sem var að nota hana þegar þessi ákvörðun var tekin hjá henni, þurfti að sleppa því að skola af mér sápuna. Síðan um kvöldið ákvað sjónvarpið að setja upp smá flugeldasýningu með tilheyrandi hvelli og reyk. Endirinn á popp-punkti er mér því ókunnur og sjónvarpið anaðhvort á leiðinni á haugana eða í viðgerð. Ég er búinn að lofa ísskápnum og eldavélinni öllu fögru ef þau bara sleppa því að fara sömu leið og síminn, sturtan og sjónarpið. Tel mig ekki þurfa að tala við bílinn og þvottavélina þar sem þau eru ný á heimilinu eftir að fyrirrennarar þeirra gáfust upp fyrir nokkrum mánuðum.

Þetta er samt allt í lagi, eru jólin ekki einmitt tíminn sem fólk á að eyða peningum? Hversvegna ekki að eyða í viðgerðir?

sunnudagur, desember 14, 2003

Þar sem ég var að vinna í gær í musteri mamons heyrði ég tvo stráka kommenta á Leoncie og hvað diskurinn hennar nýji, Radio Rapist, væri pottþétt tækifærisgjöf. Ég er alveg sammála þessum drengjum og er alveg á því að Leoncie, eða Icy Spicy Leoncie eins og hún kallar sig þessa dagana, er ein vanmetnasta tónlistarkona Íslendinga. Hún er án efa ein sú frumlegasta og það er aldrei hægt að segja að tónlistin hennar sé leiðinleg. Ég allavegana fór að spögulera hversvegna hún væri ekki búin að gefa út jóladisk. Ég myndi borga fyrir að fá að heyra lög eins og "Jól á pöbbnum". Ég er ekki frá því að ég heyri textann óma í hausnum á mér nú þegar. Það er reyndar lag á nýja disknum sem heitir "Mr.December" sem gæti verið jólalag. Þarf að redda mér eintaki og tékka á því.

P.s. Það er hægt að hlusta á nokkur lög á heimasíðunni hennar.

föstudagur, desember 12, 2003

lærilæri

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hverjum langar svosem á Muse þegar hægt er að lesa undir próf?
Sérstaklega þegar hægt er að spila aftur og aftur útgáfu M. Wards á Let's Dance?
Takk Hjálmar, þetta er bara gott.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Fyrstu prófin í soldið langan tíma. Ég er ekki viss um að ég kunni lengur að fara í próf. Vill einhver skipta?

föstudagur, desember 05, 2003

Föstudagur og ég þarf að bulla á fullu. Þoli ekki svona introvert verkefni. Helvítis aðleiðslukrapp. Ég vil mötun!

miðvikudagur, desember 03, 2003

Allur snjór farinn.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Ég vil jólasnjó eins og Kort júníor.

mánudagur, desember 01, 2003

"Get up in the morning
Slaving for bread, sir
So that every mouth can be fed
Poor me, the Israelite."