The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Úff, þetta er soldið erfiðara en ég átti von á. Finn ekki snooze takkann!!!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Þá er Bumbus (tm) kominn í heiminn og múmú verður að fara að finna nýtt nafn á hann. Ömó að vera ekki í bumbu en vera kallaður Bumbus (tm). Hann ákvað að láta aðeins bíða eftir sér enda sá hann fram á að geta fengið eina svölustu kennitölu sem völ er á á þessu ári. Já, Bumbus (tm) leit heiminn augum um hálf fjögur um nótt þann 4. apríl; fæðingardagurinn er því 040404. Það eru fleiri fjögur í kringum fæðinguna; hann vóg til að mynda rétt rúm fjögurþúsund grömm og var fimmtíu og fjórir sentímetrar á lengd.

Þeir sem vilja sjá myndir af undrabarninu sem áður gekst undir nafninu Bumbus (tm) geta klikkað hér.

fimmtudagur, apríl 01, 2004



Ó mæ gowd, ég trúi ekki að ég eigi ekki ammæli fyrr en í september. Ég er nefnilega búinn að finna drauma afmælisgjöfina handa mér: Top Gun: George W. Bush Action Figure




Sjáiði fegurðina!!! Á þessari síðu þar sem ég fann þetta er boðið uppá að kaupa fleiri brúður sem tengjast hægri öflum Bandaríkjanna eins og Ann Coulter og Donald Rumsfield. Það sem mér finnst snilldarlegast við þetta er að brúðurnar tala allar NEMA Bush! Æðislegt, hann er bara aksjón kall.