The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, september 29, 2004

Dreymdi að ég létist í bílslysi. Frekar góður draumur en afskaplega skrítinn. Var á leiðinni upp einhverja fjallshlíð og það var einhverskonar kappakstur í gangi. Lennti í árekstri við síðhærðan leðurtöffara sem var að taka frammúr mér. Við köstumst út úr bílunum. Stöndum upp og sjáum hús þarna rétt við veginn. Við hlaupum þangað. Húsið lítur út eins verksmiðja og er á allan máta frekar fráhrindandi. Bönkum uppá og þar er jakkaftaklæddur maður sem tekur á móti okkur og segir okkur að bíða. Við frekar æstir reynum að segja að við höfum lennt í árekstri en jakkafötin eru áfram hin rólegustu og segir að við þurfum að bíða eftir að það sé komið að okkur, það sé brjálað að gera hjá þeim. Hann vísar okkur á biðstofu og segir okkur að setjast og slappa af. Jakkafötin fara en ég eitthvað stressaður byrja að líta í kringum mig. Fer að hurðinni sem jakkafötin fóru um og opna litla rifu. Þar fyrir innan er herbergi fullt af skrifstofuborðum og við hvert skrifborð situr jakkafataklónn og er að taka skýrslu af allskyns fólki. Ég heyri að jakkafötin eru að spyrja fólkið hvað hafi komið fyrir það og það virðist allt vera nýlega sloppið úr einhverju slysi. Eitt stykki jakkaföt kemur auga á mig og kemur í biðstofuna og reynir að róa okkur leðurtöffarann niður. Hann útskýrir fyrir okkur (sem mig var farið að gruna) að við hefðum ekki sloppið úr árekstrinum á lífi. Hann bendir okkur á að bíða þar sem það sé svo mikið að gera hjá þeim. Hann bíður okkur að lesa eitthvað og sýnir okkur að allur texti er með kommentum á spássíu með rauðu letri. Það er vegna þess að fólk skynjar hlutina öðruvísi þegar það er látið. Jakkafötin fara. Ég og leðurtöffarinn ákveðum að láta okkur hverfa. Við hlaupum út, finnum bílana óskemmda (og engin lík). Við brunum niður hlíðina og Allt virðist vera í lagi. Ég er nokkuð viss um að ég sé ekki lengur dauður.

Og þá vaknaði ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home