The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, desember 27, 2005


Það sést í þetta merki í þættinum sem ég var að glápa á í Firefly seríunni. Nördaverðlaun fyrri þá sem þekkja.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég held að ég sé kominn með formúluna fyrir kennslu. Þetta er svona 50% undirbúningur, 30% yfirferð á verkefnum (sem er oftar en ekki leiðinlegasti partur djobbsins) og 70% performance. Þá má benda á að ég er í félagsvísindum.

föstudagur, desember 16, 2005




Orð dagsins = kynþokkafordómar.

Bæði kynþokkafullt og kynþokkalaust fólk verður fyrir kynþokkafordómum og þeir geta bæði verið jákvæðir eða neikvæðir. Dæmi um jákvæða kynþokkafordóma er til að mynda að telja kynþokkafulla manneskju náttúrulega betur til þess fallin að vera sjónvarpsþáttastjórnandi eða að telja kynþokkalausa manneskju gáfaða. Neikvæðir kynþokkafordómar um sama fólk gætu birst í því að kynþokkafulla manneskjan gæti verið talin heimsk og sú kynþokkalausa talin klaufaleg.

Persónulega finnst mér ekki rétt að dæma fólk út frá kynþokka og að það ætti ekki að keppa í því hver sé kynþokkafyllstur. Ekki frekar en að það ætti að keppa í því hver sé "hvítastur" eða eitthvað álíka.

_________________