The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

laugardagur, apríl 29, 2006

Mér leið skemmtilega óþægilega mikið af gærdeginum.
Nemendur mínir eru afskaplega uppfinningasamir og duglegir.
Ég tek ofan fyrir þeim.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Ég tók sæti í ritstjórn Veru og stuttu síðar lagðist hún í dá. Nú á að reyna að lífga hana við:

Tímaritið Vera hefur ekki komið út síðan í maí 2005 en rær nú öllum árum að því að tryggja sér áframhaldandi líf. Til þess þarf að greiða niður skuldir. Á undanförnum árum [hafa ákveðnir aðilar] þurft að taka á [sig] persónulegar
fjárhagsábyrgðir vegna yfirdráttarlána og sitj[a] uppi með þær. Takist okkur að greiða þær niður er von til að okkur takist líka að koma blaðinu í hendur nýrra útgefenda. Það er mikill ósigur ef blað eins og Vera hættir að koma út. Þess vegna leitum við nú til velunnara um fjárframlög.

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum er reikningsnúmerið: 513 26 1931, kt. 571000-2450.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

You Are Barney

You could have been an intellectual leader...

Instead, your whole life is an homage to beer

You will be remembered for: your beautiful singing voice and your burps

Your life philosophy: "There's nothing like beer to give you that inflated sense of self-esteem."


vúhú!

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gifta lífið rokkar!

Margar ástæður fyrir því að gera þetta ekki aftur - ein væri sú að það er ekki hægt að toppa þessa blessuðu veislu sem við héldum. Ég þarf að þakka svoooo mörgum sem gerðu þetta að, tjah, besta degi sem ég hef upplifað.

föstudagur, apríl 07, 2006

Hjálmar og Elsa eru hetjur.


Og á morgunn verð ég giftur maður.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Mig hefur langað í svoldið langan tíma að skrásetja eitthvað um ævi hennar ömmu minnar sálugu. Ekki hér á bloggið heldur semsagt að gera einhverskonar einsögu rannsókn með hana sem miðdepil. Ég hef það svosem á tilfinningunni að önnur hver manneskja þyki amma sín og afi vera það merkileg að þeim langi til þess að gera eitthvað álíka. Ég bara held að þetta væri svo skemmtilegt efni þar sem hún var svo litríkur karkater. Svaka hlý á stundum en síðan borderlæn kreisí líka. Ekkja með 7 börn þegar hún var fertug. Skipti yfir í kaþólsku og rak fjölskylduna eins og goðsögulegt matriarchy. Ferðaðist um allar trissur í pílagrím sem og skemmtiferðir. Fékk dellu fyrir ótrúlegustu hlutum. Lá aldrei á skoðunum sínum.

Veit samt ekki hvort að nokkur manneskja sem ekki þekkti hana persónulega myndi nenna að lesa eitthvað um hana.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Andir Snær og biblía ljóta fólksins í hæstu hæðum metsölulista, ófáanleg eins og er, verið að prenta 6. upplag. Ég les hana kannski seinna.

Hann ku vera af krútt kynslóðinni - sem er líklega eftirfari x-kynslóðarinnar, eða hluti af henni. Hmmm. Er nokk viss að Hjálmar sé hluti af þessari krútt-kynslóð en að múm sé það jafnframt. Eru ekki einhver átta ár á milli? Hvenær er kynslóð kynslóð? Hvar liggja mörkin? Ég hét að ég hefði náða að vera hluti x-kynslóðarinnar á meðn Gísli frændi, sem er tveimur árum yngri, sé hluti af nintendo-kynslóðinni. Ég held að þessar flokkanir í kynslóðir séu bara bull og vitleysa en er tilbúinn til að flokka fullt af fólki í kringum mig sem krútt-fólk.

Annars var ég að velta fyrri mér Andra Snæ og vinsældum hans. Mér fannst hann svaka krúttlegur þegar við fengum hann til að skrifa í Fyrirmyndarritið og fannst Bónusljóð krúttleg. Uppáhalds með honum hefur mér þó alltaf þótt ljóðið hans með nýjum reglum fyrir stríð, sem eru einhvernvegin svona:

1. Óvinurinn fær 700 milljónir fyrir að skrúfa
sundur olíuhreinsunarstöð, brú eða flugvöll
lofar að kubba engu saman fyrr en að stríði loknu
2. óvinurinn fær 70 milljónir ef hann skrúfar
sundur farartæki
3. sá hermaður sem þykist vera dauður fær 7 milljónir
ef óbreyttur borgari fær óvart 7 milljónir verður
bara að hafa það

4. sá vinnur sem
a) lætur hinn aðilann skrúfa sundur flestar
verksmiðjur eða farartæki
b) hefur látið svo marga karlkyns óvini fá 7
milljónir að aðeins aldraðir og unglingar eru eftir

þá flýgur sigurvegarinn yfir höfuðborgina á
sprengjuþotu

dreifir
karamellum
túlípönum
og 70 milljörðum í seðlum

loks segir þulurinn á skjánum

við mælum með myndunum
sem hér koma á eftir
-----------------------


Nú veit ég ekki hvort megi birta svona ljóð í heild sinni, en treysti því að Andri Snær sé það mikið krútt að hann færi ekkert að kæra mig eða eitthvað.