The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, júní 30, 2004

Já, Peaches stóðu undir væntingum. Mér líður verr en eftir Pixies tónleikana og var sveittari og viðbjóðslegri þegar ég kom heim. Reyndar var það soldið mikið tónleikahúsnæðinu að kenna. Öfugt við rúmgóðan íþróttasal í Hafnarfirði var um að ræða kompu í listaspíruhúsnæði. Stemningin var soldið eins og örlítið breytt vöruhúsnæði í skuggahverfum Austur-Berlínar. Fyrstu skref inná svæðið gáfu til kynna hvað væri framundan. Tónleikarnir ekki byrjaðir og strax gífurlegur hiti og svitataumar lekandi niður eftir veggjunum.

Listaspírur landsins voru á svæðinu og fullt af fólki sem ég er nokkuð viss um að eigi lögheimili á Sirkus. Það var fullt af strákum með allskyns skeggvöxt og stelpum með styttur í hárinu. Síðan mátti sjá þarna máttarstólpa landsins eins og Mínusdrengi og Paul Oscar og fleiri.

Egill S. mætti seint og síðarmeir á sviðið í fallegu hvítu outfitti sem voru einstaklega lagleg á manninum. Hatturinn gerði útslagið sem sat skáhallandi á andlitinu á honum. Það var eitthvað soldið pimp-legt við þetta allt saman en virkaði suddalega vel á manninum. Hann tók ákjústik útgáfur af eldra efni sem var ágætt en setti síðan í partígírinn með því að singja yfir playbacki af nýju stöffi sem hljómaði barasta dável. Allt ósköp katsjí og kúl. Fólk fagnaði.

Peaches átti síðan restina af kvöldinu. Skellti sér í nokkur mismunandi gervi, kleif uppá hátalara (sem voru nokk háir), orgaði úr sér lungun, söng dúett með Iggy Popp, fór með gamanmál á íslensku, trallaði fyrir okkur á japönsku, borðaði banana (í ft.) á sóðanlegan máta, lét spúa eldi yfir áhorfendur og fullt fullt fleira. Svitinn bogaði af hverjum tónleikargesti og Peaches fékk þá til að prófa að fylgja sínu fordæmi og sleikja á sér handakrikann. Í sínu frægasta lagi (fuck the pain away) tók hún uppá svið til sín unga hnátu sem staulaðist með henni í gegnum textann. Allt mjög gaman. Peaches tók síðan Kelis og Electric 6 í görnina með æðislegum ábreiðuútgáfum af Milkshake og Gaybar. Síðan hef ég ekki heyrt jafn mikið af klúrum hlutum á einu kvöldi síðan ég horfði seinast á RAW með Eddie Murphy. Þetta var stuð og ég væri alveg til í að fá að fara aftur á tónleika með Peaches.

mánudagur, júní 28, 2004

Skúbbídú, sumarið komið aftur. Er ekki magnað að vera til þegar veðrið er svona? Annars var ég að velta því fyrir mér hverjir verða á Peaches tónleikunum á morgunn. Get ekki beðið eftir að fá menninguna eða ómenninguna beint í æð.

jess

jess

jess

föstudagur, júní 25, 2004

Hei, það kom næstum aftur sumar í tíu mínútur en síðan varð aftur vetur og núna er bara svona "ekki veður" í gangi en samt soldið haustlegt. Elska Ísland.

---úff, ég er að blogga um veðrið.

sorglegt

sorglegt

Jæja, ég get þó ekki kvartað mikið. Þetta var ágætis sumar. Fullt af sól og blíðu. Bara helst til stutt. Svona er það að búa á þessu landi í ballar norðri.

Vildi samt að það væri þá eitthvað að glápa á í sjónvarpinu fyrst að það er ekki hægt að vera úti. Skilst samt að EM sé skemmtilegra þegar áhorfendur eru fullir. Ég ætti kanski að skella mér í Ríkið og kaupa kassa fyrir helgina og athuga hvort ég gæti hugsanlega orðið aðdáandi?

miðvikudagur, júní 23, 2004

Það er búið að vera allt of gott veður til að setja einhverja pósta hérna inn. Það hefur líka verið allt of gott veður til þess að kvarta yfir EM og allt of gott veður til þess að velta því fyrir sér hvenær þetta helvíti er búið og hversvegna í andskotanum eru leikir gærdagsins alltaf endursýndir í heild sinni daginn eftir. Er ekki nóg að hafa upprifjunina sem er þrisvar eða fjórum sinnum á dag? En eins og ég segji þá er veðrir allt of gott til að velta sér upp úr svoleiðis smámunum.

sunnudagur, júní 20, 2004

Jæja, þá er múmú barasta orðinn kennari. Ég sat í þessa klukkutíma og fylgdist með fullt af fólki fara og taka á móti diplómunni og taka í spaðann á Páli. Hörku stuð frá byrjun til enda. Alveg bráðnauðsynlegt að mæta til þess að fá lokun (closure) á allt draslið. Verð að segja að ég hef aldrei verið jafn ánægður með að klára nokkuð nám áður.
Ég var ekkert mikið að halda uppá það þar sem það voru þrjár útskriftarveislur á dagskránni. Ein í 101, ein í Kópavogmassive og ein í 110. Talandi um að flakka á milli. SD var í soldið grömpí skapi þannig að það var stoppað stutt í hverri veislu. Massapartí að vera með einn svona lítinn kút sem ræður öllu.

föstudagur, júní 18, 2004

Í gær var þjóðhátíðardagur Íslendinga og mikið um dýrðir. Ég held að ég hafi aldrei verið áður vaknaður nógu snemma á 17. júní til að fylgjast með blómsveigsathöfninni og ávarpi forsetisráðherra. Þetta var hörskustuð að fylgjast með. Það olli mér samt smá vonbrigðum að hvorki Dorrit né Leoncie höfðu verið fengnar til þess að vera Fjallkonan í ár eins og ég var byrjaður að vona. Í staðin var einhver leikkona sem ég kann lítil deili á, en hún má eiga það að hún var dökkhærð og þar af leiðandi ekki alveg staðalmyndin af hinu aríska útliti. Annars virðist fólk vera að fá útrás fyrir sjálfsupphafningu með því að geta bent á rasismann hjá öðrum út af þessu þjóðdansafélagið vs. Reykjavik Grapevine máli. Ef til vill er þetta spurning um bjálkann í eigin auga?

Fjölskyldan litla gekk í skrúðgöngu með öllum hinum litlu fjölskyldunum niður Laugarveginn. Vorum ekki alveg að fatta gleðina í þessu. Kanski verður þetta meira spennandi þegar SD stækkar aðeins. Skondið hvernig þennan eina dag á ári þá tekur fjölskyldufólkið yfir miðbæinn. Þetta er svona soldið eins og gay-pride upp á að sjaldan sér maður svona mikið af fjölskyldufólki koma úr úthverfunum og skrúðgangast út á götu saman. Verð samt að segja að gay-pride er óneytanlega skrautlegra og meira fjör. Kanski fjölskyldu fólkið ætti að íhuga að gera þetta að meiri fjölskyldudegi og hafa svona pallbíla með uppáklæddum frægum fjölskyldum. Ég sé þetta fyrir mér; einn pallbíll með the Flinstones, annnar með the Simpsons, næsti með Cosby fjölskyldunni og svo framvegis.

miðvikudagur, júní 16, 2004

I'll make you an offer you can't refuse.

Í dag lít ég soldið út eins og Marlon Brando í fyrstu Godfather myndinni. Sem er jú miklu skárra en að líta út eins og kallinn í dag. Samt væri nú óneitanlegar skemmtilegra að líta út eins og hann gerði í On the Waterfront eða Streetcar named Desire. En allavegana þá lít ég soldið út eins og Marlon Brando í Guðföðurnum vegna þess að það var tekinn úr mér endajaxl í gær. Ég vaknaði í morgunn og leit í spegil og það fyrsta sem mér datt í hug var “What have I ever done to make you treat me so disrespectfully?”.

Þetta er soldið skondið þar sem ég hélt að ég væri líka að breytast í kvikmynda(?)persónu í gærmorgunn. Kvöldið áður hafði ég nefnilega horft á American Splendor og þegar ég vaknaði var ég kominn með þessa hásu rámu rödd sem einkenndi Harvey Pekar, aðalkarakterinn. Er ekki frá því að ég hafi líka séð lífið í soldið dekkra ljósi þennan morgunn.

Í dag er fótbolti á dagskrá sjónvarpsins og allra útvarpsmiðla. Fótbollti er ekki körfubolti og þar af leiðandi leiðinlegur í mínum bókum.

Tupac hefði orðið 33 í dag. Ætli JLo hefði ekki gifst honum hefði hún haft færi á?

fimmtudagur, júní 10, 2004

Raction on the fraction - enskaði fyrirlesturinn í dag og það var betra veður en í gær. Hallilúja hve hljótt er þitt skóhljóð. Snittur í andarhúsinu og afskaplega mikið af konum í bleikum konum.

Hvað er þessi ungi maður með barnavagninn að vilja hingað?

Smeigja sér fram hjá fínu frúnum eða snúa til baka. Taka lyftu og láta góðu konuna passa frumburðinn á meðan mappan er sótt.

Kinnka kollo til kvenna sem ég þekki og segi sæll við hina tvo kallana.

Það mun gneista yfir aðalbygginguni á morgunn.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Það er svoooo gott veður í dag að mig verkjar í stóru tánna.

Ég er að reyna að búa til fyrirlestur á ensku fyrir föstudaginn. Ég er svolítið riðgaður í engilsaxneskunni og er að velta því fyrir mér hvort ég tali ekki bara með öfga íslenskum hreim og þykist ekki skilja spurningar úr salnum. Er líka soldið nervös af því allir aðrir ætla að tala á dönsku eða sænsku eða norku. Nema Finninn, hann er líka að fara að blaðra á ensku. Ég elska Finna, þeir eru svona álíka mikið út úr meðal Skandínavanna og við.

Köngulóin á svölunum er búin að gera vef númer þrjú í þessari viku. Ekki nærri jafn flottur og sá fyrsti en reisulegri en sá sem var númer tvö. Ég er hræddur um að engin fluga vilji fljúga í þennan þriðja vef. Ég dustaði nebblega af teppi núna áðan út á svölum og allt rykið og subbbuskapurinn festist í vefnum. Grey könguló. Það er allavegana rétta veðrið til að vera að standa í vefgerð.

föstudagur, júní 04, 2004

Svona til að byrja þetta á spennandi nótum þá ætla ég að ítreka það að það er allt í lagi með alla og engin ástæða til að panikka.

Fyrsta sumarbústaðarferð fjölskyldunnar er búin. Hún tók ívið styttri tíma en þá áætluðu viku sem hafði verið úthlutað. Hún stóð bara í einn sólarhring eða svo. Frumburðurinn ældi nefnilega blóði sjáiði til. Foreldrar fengu hnút í magann og reyndu að missa ekki ró sína. Fyrst hringt í Möggu sem veit allt af því að hún er hjúkka. Síðan í Bráðamóttökubarna. Vísað þaðan til læknavaktarinnar. Vísað þangað til annars númers í bráðamóttökubarna. Vera alveg að missa þolinmæði og klára inneignina á símanum. Send á Selfoss.

Læknirinn á Selfossi ósköp indæll en virkaði mjög nervös. Hver vill bera ábyrgð á svona litlu skinni? Hann hélt að það væri hiti og mikil garnahljóð. Við áhyggjufull. Hnúturinn herptist um helming. Selfosslæknirinn sendi okkur í bæinn.

Í bænum var SD skoðaður og mamman og ekkert að, ja nema þetta að SD var að æla blóði. Sérfræðingur kallaður til og hann sagði að það væri ekki nógu mikið blóð og ekki nógu dökkt blóð til þess að hafa áhyggjur. (Mig langaði ofurlítið að láta hann blæða og athuga hvenær honum þætti vera að koma 'nógu mikið blóð' til að hafa áhyggjur.) Að lokum var okkur sagt að koma aftur á föstudag svona til að vera alveg örugg um að ekkert væri að.

Við fórum heim í íbúðina sem er svo til við hliðina á spítalanum. Ískápurinn tómur og allt barnaót fyrir austan fjall. Hnúturinn í maganum losnaði aðeins þegar við vorum búin að svæfa SD en það herptist á honum í hvert skipti sem SD gaf frá sér hið minnsta píp.

Daginn eftir var keyrt austur og allt draslið drifið út í bíl og aftur keyrt í bæinn. SD hætti að æla blóði um hádegið. Foreldrarnir hresstust aðeins og hnúturinn losnaði smá.

Fórum í heimsókn til læknisins aftur í dag og allt var í lagi. Hann gat ekkert sagt til um hvernig þessi blæðing hafði komið til en fullvissaði okkur um að það hefði aldrei verið nein hætta. Hnúturinn í maganum losnaði enn meira og hefur verið nær ómerkjanlegur eftir því sem hefur liðið á daginn. Ég finn samt ennþá örla á honum og er soldið hræddur um að hann sé kominn til að vera.