The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, september 03, 2004

Held að ég hljóti að vera með nokkrar lausar skrúfur eða bolta.

Talandi um bolta, vissuði að náunginn sem var í auglýsingunum með Sveppa fyrir nokkrum mánuðum er einhver fótboltagæji sem heitir Eiður Smári? Hann er sko fótboltagæjinn sem var að glíma við spilafíkn og var framan á Séð og Heyrt fyrir enn lengra síðan.

Í frekari fréttum fyrir íþróttalegafatlaðabesservissa þá var gæinn sem fékk einhver verðlaun á ólympíuleikunum um daginn fyrir að hafa leikið 300 eða 400 landsleiki EKKI fótboltagæji heldur handboltagæji.

Síðan svona á meðan ég man það þá var Kristján Ara í handboltanum eins og mig minnti en var ekki markvörður heldur skytta.

Einhverntíma á ég eftir að geta svarað appelsínugulri tribbaspurningu rétt.

3 Comments:

At föstudagur, 03 september, 2004, Blogger Hugrún said...

Ja... þú meinar það!???!!!??!

rosalega ertu klár!

 
At mánudagur, 06 september, 2004, Blogger La profesora said...

ég vel helst bláar eða grænar spurningar en reyni í lengstu lög að forðast appelsínugulann.

 
At mánudagur, 06 september, 2004, Blogger Fláráður said...

Þess má reyndar geta að það var mín ástkæra spúsa sem kenndi mér allt sem ég veit um íþróttir.

 

Skrifa ummæli

<< Home