The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

sunnudagur, september 19, 2004

Bíllinn minn var í sjónvarpinu um helgina!

Innlent | mbl.is | 18.9.2004 | 12:15
Þjófur hjólaði á milli bíla
Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann við Baldursgötu en þá hafði hann brotist inn í sjö bíla í hverfinu. Maðurinn var á reiðhjóli til að komast hraðar á milli bílanna. Í gærmorgun var ekki ljóst hversu miklu hafði verið stolið. Maðurinn var vistaður í fangageymslum.


Já, það er ekki á hverjum degi sem múmú verður næstum frægur. Ég get þakkað bandbrjáluðum hjóla róna vopnuðum vírvirki og líklegast grjóti þessa skemmtilegu lífsreynslu að sjá næstum innfyrir þröskuld frægðarinnar. Ef hann hefði verið aðeins meira með sönsum hefði hann ef til vill tekið eftir að bíllinn var ólæstur enda ekkert þess virði að taka úr honum.

Það var nú sosum líka kominn tími til að ryksuga innvolsið í ryðhrúgunni og það er fátt sem kemur múmú jafn fljótt í það verk eins og hræðsla við að skera sig á glerbroti í miðju akstursferðalagi.

Er að íhuga að setja miða í fram rúðuna sem mun hljóma einhvernveginn svona:

Kæri fylliraftur og/eða skemmdarvargur,

Í stað þess að brjóta rúðuna á þessum bíl bankaðu uppá hjá mér og ég skal borga þér þúsundkall fyrir að láta hana í friði. Það er ekkert í beyglunni sem er meira virði en þúsundkall. Ef þú trúir mér ekki geturðu opnað ólæstu hurðina og sannreint orð mín.


Ég er barasta svo hræddur um að þeir sem læsu þetta myndu fara í það að misnota góðmennsku mína. Þá þyrfti ég líklega að vera með lager af þúsundköllum heima við og eins og staðan er núna þá fór seinasti yfirdráttur í að borga tvær nýjar rúður í blessaðan bílinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home