The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, mars 31, 2004

Laddída, minnst að gerast eins og er.

Ég hef tekið eftir því að sumir eru með sona kvikmyndagetraun og aðrar skemmtilegar getraunir á blogginu sínu. Mér datt í hug að leyfa ykkur sem lesa að spreyta ykkur á smá leik sem ég kýs að kalla Riffasöngl Þórðar.

Úr hvaða lagi er eftirfarandi bassariff?

Dúmmm, dúmmm, dúm dúm dúm dúmmmm, dúmmm
Dúmmm, dúmmm, dúm dúm dúm dúmmmm, dúmmm dúmm dúm dúm.

Endilega notið gestabókina til að koma með getgátur.

Takk fyrir

mánudagur, mars 29, 2004

Samviskulausar kalóríur í massavís, here I come!

laugardagur, mars 27, 2004

Jæja, þetta var nú slöpp bloggvika hjá mér. Ég er nebblilega búinn að vera svo hrææææðilega bissí. Múmú er að reyna að klára sem mest áður en að bumbus lætur sjá sig. Bumbus er kominn yfir settan dag og það er orðin heilmikil eftirvænting hér á bæ.

Annar þurfti ég að halda uppá eitt stykki níu sem ég fékk fyrir eitt af þessum blessuðu hópverkefnum sem eru í kjennslurjettindanáminu. Það var ákveðið að gera eitthvað stórt og heilt kvld tekið í pásu. Við pöntuðum pízzu og ég rölti út á víddjeóleigu. Fann þar þriðju myndina í Spæ kids seríunni. Úúúú... mér fannst svo gaman að fyrstu og fannst nr tvö allt í læ þannig að ég tók upp hulstrið og skoðaði. Kemur í ljós að hún er líka í 3D á vídeóinu eins og hún var í bíjó. Spennó spennó. Hef ekki séð þrídíddarmynd síðan Nightmare on Elmstreet XIV í Laugarásbíó fyrir um 20 árum síðan. Man ákkúrat að hún var ekki í 3D þegar hún kom á víddjeó. Sú mynd var algjört krapp en þrívíddin bjargaði henni svona næstum því í bíóinu. Ég spenntur fyrri þrívíddinni þannig að Spæ kids 3 hljómaði bara eins og vænlegur kostur.
Myndin reyndist vera eitt alversta moð síðan Nightmare on Elmstreet XIV.
Hefði átt að fatta það þegar ég las aftan á að Slæ Stallone léki hlutverk í henni.
Ekki nóg með að myndin hafi verið svona arfa slæm þá er ég greinilega orðinn það gamall að litlu lúnu augun mín þoldu ekki þrívíddina. Ég sá hana aldrei almennilega heldur bara sem einhverja slæma blöndu af rauðu og bláu gummsi, eins og að ég væri að horfa á myndina í slæmum loftnetsskilyrðum. Eftir bíóið tók ég gleraugun niður og þegar ég lokaði hægra auganu sá ég allt með rauðri slikju og þegar ég lokaði vinstra auganu sá ég allt með blárri slikju.

Hefði kanski átt að geyma þessa eðal ræmu þar til ég hef afsökun til að horfa á slæmar barnamyndir með því að benda á krakkann og segja að ég verði nú að fylgja krílinu.

mánudagur, mars 22, 2004

Mánudagur og geeeeeeeðveikt veður. Var afskapleg duggulegur yfir helgina þar sem ég er kominn með sérlegan sjálfskipaðan skipuleggjanda sem heldur písknum á lofti þannig að ég geti nú tekið þátt í fæðingarferli og fyrstu dögum Bumbusar (tm) án þess að hafa hangandi yfir hausamótunum heilan helling af verkefnum.

Til þess að taka breik frá prófayfirferð ákváðum við og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn að skella okkur í Perluna. Þar væri hægt að fá sé ís og sól í gegnum rúðu. Ég hef greinilega ekki komið í Perluna í langan tíma því að þetta er orðið hvítruslakista helvítis. Allt er orðið selfservice en áfram á sama góða prísinum. Ég og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn létum glépast og keyptum okkur eitthvað annað en trausta ísinn sem við könnumst við að hafa spísað síðan Brynja X var ísdama þarna í denn. Ég sá nebblilega auglýst í lyftunni á leiðinni upp að hér væri kaffiveisla í boði. Mmmmm... ég er sökker fyrir kaffi þannig að ég ákvað að skella mér á einn rjúkandi bolla með það í huga að hér væri hægt að fá almennilega kaffiveislu. (Þetta var meira að segja illy auglýsing sem er svona snobbkaffikeðjumerki.) Þannig að ég keypti smá súkkúkkulaðimarsipanbollu og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn keypti sé daim/baileys tertu. Mmmmmm.... namminamm. Nema, þegar að kassanum var komið þá kom í ljós að kaffið var úr vél ekki ósvipaðri þeirri sem serverar í Odda. Bömmer eitt. Sami prís þarna og á Holltinu. Settumst niður og litum í kringum okkur. Þarna virðast hvítruslafólk Reykjavíkur flykkjast á sunnudögum til þess að taka þátt í samfélaginu. Smökkuðum á veigunum og fannst allt vont. Meira að segja Daim/Baileys tertan var ekki með Daim/Baileys bragði. Við fengum þá skemmtun af nálægum sessunautum. Kona næst okkur í reject krumpugalla frá 1986 sagði móður sinni frá því að hún hefði heyrt nýja júgróvísíón lagið hjá Gísla Marteini og lýsti því sem "ömurlegu". Til þess að ýtreka mál sitt endurtók hún þetta lýsingarorð 7 sinnum, hærra í hvert skipti. Mér datt í hug að samheitaorðabækur væru ákkúrat gerðar fyrir svona fólk. Þá fór síminn hennar að hringja á hæsta voljúmi blammerandi fimmtu sinfóníu Bjethófens á okkur. Hún leit á símann og sagði "Oh, þetta er X, ég nenni ekki að tala við hann!". Síðan leyfði hún okkur að hlusta á nokkrar mínútur af þeirri fimmtu. Okkur datt í hug að segja henni að við nenntum ekki að hlusta á símann. Hún gafst upp að lokum og svaraði. Þá tók við skemmtiatriði nr. 2. Á þarnæsta borði voru tveir herramenn sem voru að skemmta þeim þriðja sem reyndist vera Dani. Hvað er betri skemmtun fyrir úgglending en að koma í okkar undurfögru Perlu og njóta veiga og útsýnis? Jú, það er skemmtilegra að hlusta á vafalaust verstu dönsku sem ég hef heyrt. Ó hvað ég vildi að ég gæti sett samtalið hér upp en þetta var svona "jú hed tú bí ðere" stemning. Ég og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn skoðuðum síðan restina af fólkinu sem var að njóta aðstöðu Perlunar og áttum erfitt með að snobba ekki með yfirlætislegu brosi. Á leið út í bíl hlóum við síðan eins og vitleysingar enda misheppnaðasta bæjarferð síðan við fórum á Sommelier sælla minninga.

Sem betur fer reddaðist dagurinn þegar við sáum skilaboð um að okkur var boðið í kaffi og pönsur. Hefðum samt mátt sjá skilaboðin 20 mínútum fyrr.

Bæðevei, þá mæli ég með að fólk tékki á Gunna og kommenti í dagbókina hans. Hann er að taka þetta bloggdæmi með stæl, eins og allt annað.

föstudagur, mars 19, 2004

Föstudagur og fjagrahæða marengsterta og súkkkúukkulaði terta. Yessyessyess!!!

þriðjudagur, mars 16, 2004

Hei, það eru komnar svona samviskubitslausar plöntur í Oddann! Enginn krakki sem svitnar á lúsarlaunum við gerð þessara planta stendur á miðum sem eru hangandi á plöntunum. Ekki vissi ég að ég þyrfti að hafa áhyggjur af þessu. Núna ætla ég alltaf að biðja um svona miða á allar plöntur sem ég kaupi. Er plantan þín kanski að stuðla að arðráni og vansæld?!?!?

mánudagur, mars 15, 2004

Bumbulumbulumbus ó mæ god.
Ekki það að ég sé orðinn neitt nett stressaður eða neitt.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég fyllist ákveðnu vonleysi yfir svona fréttum. Ég heyrði þessar fréttir út frá dáldið undarlegum aðstæðum, kveikti á útvarpinu og það var verið að spögulera hvort einhverjir fótbolta leikir yrðu spilaðir fyrst þetta hafði átt sér stað. Fólk sem hefur áhyggjur af hvort það geti fengið að fylgjast með einhverjum fótboltaleik eftir svona fréttir ætti að leita sér hjálpar. Finnst að þetta ætti að vera hluti af þessu prófi.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Blanket Music- hyper ballad :)

mánudagur, mars 08, 2004

Nýtt nýtt!!!! (Ja ókei, síðan í fyrra) Nýja uppáhalds danslagið mitt mun vera We don't play guitars með Chicks on Speed með Peaches í gestahlutverki!!! Hvílík snilld!!! Mæli með víddeóinu!!! Apparently þá er Pink mikill aðdándi COS líka.

laugardagur, mars 06, 2004

Æji, ég gleymdi Buena Vista Social Club.
Æææææðiiiislegt. Gamla fólkið alveg sætt. Held að Omara hafi blikkað mig.
Það að hafa sæti fyri miðju í fremstu röð var heldur ekkert að skemma fyrir.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Jæja, fyrst allir á sparkó eru að setja saman topp fimm lista yfir uppáhalds tónleika sem þeir hafa farið á þá ætla ég að stela þeirri hugmynd og setja saman einhverskonar þannig lista. Skrýtið samt hvað múmú man eftir takmarkað mörgum tónleikum.

1. Air '98 - mikið afskaplega komu þeir á óvart. Þeir rokkuðu bara feitt, voru með show og grín og glens á sviðinu. Samt sona kósí og sæt stemmning.

2. P.J. Harvey '99 Ó mæ gawd hvað þetta var mikil snilld. Þessi litla kona með stóra gítarinn og rödd sem skók allan staðinn. Eins og grönn útgáfa af Kate Moss og meira svona goth heróín lúkk. Hún tók Man sized sem er uppáhalds uppáhalds P.J. Harvey lagið mitt.

3. Depeche Mode '98. Fannst'etta alltílæ hljómsveit fyrir þetta en varð aðdáandi eftir tónleikana. Fyrir utan helv... A Question of Lust og A Question of Time (sem eru tvö gubbuvæmnustulög í heimi) þá voru þetta pottþéttir tónleikar frá upphafi til enda. Gæsahúð og titiringur í hreðjum.

3,5. HAM í Norðurkjallara '94(?). Need I say more?

4. Slowblow og múm '01. Ég og Arnar soldið fullir á sveittum Gauknum. Á'etta á geisla þar sem má heyra vandræðalega sæt komment okkar Arnars á milli laga. Hef aldrei getað brosað svona vel og lengi yfir neinum tónleikum fyrr né síðar.

5. Sigurrós og Low saman í Háskólabíó. Reyndar hef ég séð þessar báðar hljómsveitir standa sig betur á öðrum stöðum en þarna voru þær saman. Can't beat that.

Mér dettur síðan í hug nokkrir tónleikar sem ættu ef til vill að vera á þessum lista. Til að myndavar Will Oldham á Gauknum soldið æðislegur, No Means No í Iðnskólanum, No Smoking Band í fjöri, Pearl Jam skemmtilegir, Rammstein sveittir og Hudson Wayne að gera góða kauntrí stemmningu. Þá verð ég einnig að minnast á eina skemmtilegustu tónleika sem ég hef farið á með hljómsveit hvers nafn ég veit ekki hvað er. Þetta var á litlum jazz klúbbi í Barca þar sem 7 saxafónleikarar og trommari rokkuðu skemmtilegasta sjói sem ég hef tekið þátt í. Allir sungu með og þeir tóku skemmtilegar útgáfur af Blame it on the Boogie og svona.

Síðan verð ég að minnast á að Beastie Boys '94 hefðu án efa lennt á listanum ef ég hefði ekki verið of drukkinn á tónleikunum. Verð að bíta í það súra að muna vel eftir Helmet (upphitunarbandinu) en ekki rassgat eftir BB. *snökt* Skilst samt af fólkinu sem var með mér að þetta hafi verið magnað.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Vissuði að Matt Groening lét lögsækja Noel Tolentino fyrir að birta þessa mynd sem hann hafði gert sem homage fyri átrúnaðargoðið sitt; Matt Groening? Af hverju? Jú, það þarf að varna því að hver sem er geti afskræmt karakterana hans Groenings. Ætli hann hafi fengið einhverjar ávítur fyrir að hafa "afskræmt" allar bíómyndirnar og þættina sem Simpsons hafa tekið í gegn?




"Boy, you read my thoughts! You've got the 'Shinning'!" "Don't you mean 'Shining'?" "Shhh! You wanna get sued?"

mánudagur, mars 01, 2004

...og hún á aaaaaaammmælíííííí daaaaaaaaaaaaaag.

Til hamingju með ammælið elsku svítípú.