The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, október 25, 2005


Þarna var ég -
einhversstaðar -
í þvögunni -
fór síðan heim í heitt kakó og fylgdist með dagskránni í sjónvarpinu. Ekkert alltof þægilegt að komast nálægt dagskránni á Ingólfstorgi. Sérstaklega með kerru og Dúa.

sunnudagur, október 23, 2005

Sjiiii...

Seinustu dagar búnir að vera erfiðir. Icelandic Airvawes á fullu og múmú verður að taka þátt. Sá það sem ég var spenntastur fyrir á fimmtudags og föstudagskvöldinu - José Gonzales og svo Arkítektúrinn. Hvorugt klikkaði og ég er með mongóglott í feisinu bara við tilhugsunina. Talandi um mongó þá hljómar það helvíti líkt og mangó - sem er einmitt seinna orðið í nafninu á veitingastaðnum sem ég og spúsa fórum á í gær. Segjum bara sem svo að ég er strax byrjaður að plana hvenær ég ætla aftur og hvað ég ætla að smakka af matseðlinum þá.

Airwaves greinilega búin að sprengja utan af sér. Það var fáránleg röð fyrir utan Nasa í gært og því var horfið frá upprunalegu plani að sjá ratatat og clap your hans say yeah! - sá í staðinn the Zutons sem var ágæt en þolir illa samanburð við Sandman og co - og saxafónninn kallar ósjálfrátt á þann samanburð.

Töltum á þjóleikhúskjallarann og viti konur - engin röð! Sáum breska stráka spila ágætis sett - aldrei heyrt um þá áður en voru ósköp krúttlegir og hæfileikaríkir. Heita the Rushes ef ég man rétt. Fengum ekki frían geisladisk með þeim, töltum heim og urðum fyrir tómataárás.

Veit ekki hvort var meira sjokkerandi - túmaturinn fljúgandi eða að rekast á Fríðu frökku á laugarveginum.

Síðan er bara kvennafrídagur og allt á morgunn.

Ég þar - sjáumst!

mánudagur, október 17, 2005

Loksins er kominn maður sem stendur upp fyrir réttindum ríka mannsins. Lengi lifi jeppinn! Lengi lifi frelsið til að keyra - einn - á stórum bíl! Niður með strætó!
Annars svona án djóks þá væri ég til í að kjósa vin reiðhjólsins. Væri alveg til í að sjá hjólavænni borg. Kanski eini möguleikinn á því væri að byggja hjólreiðagöng sem væru upphituð á veturna?

miðvikudagur, október 12, 2005

Duggulegur


Ég er duggulegur í mörgu en ekki duggulegur í að bloggera.

Tarnation og Fædd í vændi á kvikmyndahátíð -
Ungbarnasund og afmælisboð -
Matur hjá Guttrúnu -
Fyrirlestur hjá Mannfr. fél. Ísl. með Kristínu Lofts -
Klára skýrslur og kynni -
Set fyrir tímamótatímaverkefni í HÍ -


Ég er duggulegur

þriðjudagur, október 04, 2005


Lengi lifi kvikmyndahátíðin!

Fór á bíó í kvöld og horfði á sögu um krakka sem eru numin á brott og látin gera allskyns ómanneskjulega hluti en ná að strjúka og lenda í búðum sem sérhæfa sig í að hjálpa þeim að kljást við það sem þau hafa upplifað. Verst að sagan er sönn og þessir krakkar bara dæmi um þúsundir barna sem hafa verið numin á brott af uppreisnarhernum í norðurhluta Úganda. Myndin er áhrifaríkur minnisvarði um hversu ótrúleg mannvonska getur í raun verið til en myndin gefur einnig smá von þar sem krakkarnir sem segja sögu sína virðast vera að fóta sig á ný í lífinu (misvel þó). Einnig er alveg magnað að hugsa sér að það sé fólk að vinna í þessum búðum fyrir börnin og ótrúlegt að þau geti áorkað því sem þau virðast þó ná að áorka.

Það hefði verið ósköp auðvelt að falla í þá gryfju að velta sér uppúr ófögnuðinum sem krakkarnir hafa upplifað - og þrátt fyrir nokkrar mjög ógeðfeldar/sorglegar senur þá ná kvikmyndagerðamennirnir að forðast klámið og koma sögufólkinu frá sér sem ótrúlega heilsteyptum karakterum. Ég vona að ég muni eftir jákvæðu hlutunum úr myndinni jafn vel og viðbjóðnum. Hér er umfjöllun um myndina á síðu kvikmyndaátíðarinnar og hér er síða myndarinnar og hér er síða um búðirnar þar sem krökkunum er hjálpað.