The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ég fæ ekki neitt nema vindgnauð þegar ég reyni að klikka á linkinn ennar Fríðu - hvað ætli hafi gerst meðan ég var í burtu?

_____________________________

Ætlaði að gera þetta fyrir löngu eftir að Úrún "nældi" í mig:

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

Blackadder - nema fyrstu seríuna af því að þar er hann vondur og heimskur - í hinum er hann vondur og allir hinir í kringum hann eru heimskir.
EatCarPet - Ástralskur artífartí_ó_mæ_gowd_hvað_voru_þeir_að_reykja þáttur sem reyndist alltaf fullkominn endir á erfiðum helgum.
Buffy - af því að ég verð líklega útskúfaður úr vinahópnum ef ég minnist ekki á hann. Reyndar þá finnst mér frábært að glápa á Buffy og allt and sem Josh hefur komið nálægt (gó Firefly!). Mér finnst líka æðisleg öll serían þar sem Buffy kemst að því að lífið geti verið ömurlegra en nokkur dauði.
Twin Peaks - get haft þetta sem bakgrunnsnið 24/7. verjum er ekki skítsama um hver drap Lauru Palmer svo lengi sem múmú fær að fylgjast með Cooper, Audry Horne, Andy, Tréklumpakonunni og öllum hinum. Og sándtrakkið!

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
Sem ég horfi aftur og aftur á þegar ég er veikur:
Ferris Buellers Day Off
The Princess Bride
Trust (hef reyndar ekki horft á hana síðan Hartley kom og gerði Monster).
Evil Dead II


4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

www.hi.is - alfa og omega lífs míns
www.inna.is - skrá mætingu nemenda
www.mbl.is - er fuglaflensan einu skrefi nær?
www.google.com - "gúggla'ðetta bara!"

4 uppáhalds máltíðir:
Vá erfitt - reyni en finnst þetta ekki rétt...
Hummus frá Bar Ra
Grísk samloka frá Xexería
Kjúllinn hjá mömmu og pabba
Pizza frá eldsmiðjunni

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Cat Power - you are free. Líklegast besti Cat Power diskur í heimi.
Bonnie Prince Billie - Master and everyone. Líklegast besta Will Oldham afurðin. Eini gallinn er að hann er of stuttur.
Nick Drake - Five Leaves left. Mellójelló.
Beastie Boys - Check your head. Þar sem ég á bara að nefna 4 diska þá verð ég að nefna eitthvað með BB og þessi diskur á svo sannarlega skilið að vera efstur meðal jafningja.

4 sem ég "næli" í:
Bíddu, eru einhverjir eftir? Þorgerður Katrín, Egill Helga, Dr. Gunni og ÞÚ!?

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ég hef tekið eftir að fólk í bloggheimum hefur brugðið á það ráð að láta færslur sínar ganga meira eða minna út á myndbirtingar úr gemsamyndavélum sínum. Ég held að ég láti það vera. Fyrir það fyrsta þá er ég alltof sjálfhverfur til að birta hér myndir af öðrum en mér - mitt blogg á að snúast um mig og minn rass. Í öðru lagi þá myndast ég barasta ekki nógu vel - tjah, allavegana finnst mér myndmiðlar aldrei ná að fanga fegurð mína eins og ég skynja hana. Svona svipað eins og þegar hljóðupptökutæki láta djúpu og kynþokkafullu röddina mína hljóma eins og nefmæltan íkorna úr teiknimynd frá níunda áratuginum og vídeoupptökuvélar sýna náunga sem virkar eins og hann sé alltaf svoldið skakkur/fullur. Í þriðja lagi þá kann ég ekki að setja svona myndir inn og í fjórða lagi þá á ég ekki svona síma. Berin eru súr :(

föstudagur, febrúar 10, 2006

Nýtt starf fyrir Bush?

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Thatcher er í mínum huga ekki mikið betri en Pinochet - En bráðlega getum við séð Thatcher - the musical, ef marka má mbl.is (mogginn lýgur ekki, en hvað með vefútgáfuna? Hún laug allavegana um að það væri verið að taka upp fleiri Friends þætti). Allavegana þá virðist smekkleysu söngleikir vera í sókn, sbr. Abortion the musical eftir Hulla og að söngleikurinn Springtime for Hitler er á vörum margra.

------------------------------
Annars heyrði ég kvót einusinni sem átti að vera ættað frá Thatcher. Það var einhvernvegin á þá leið að ef þú værir yfir þrítugt og þyrftir að nota almenningsamgöngur þá þýðir það að þú sért búin(n) að klúðra því að gera eitthvað almennilegt úr lífinu þínu. Hljómaði betur á engilsaxnesku.
------------------------------
Ég held að ég sé með smá Thatcher fetishma upp að því marki að mér finnst hún afskaplega áhugaverður karakter í heimssögunni og ekki síst í ljósi kynjabaráttunnar. Notaði til að mynda fína tilvitnun frá henni um hlutskipti sitt sem kona í stjórnmálum í BA ritgerðina mína. Er samt ekki viss hvort að hún geti talist mennsk, svona á sama hátt og ég er ekki viss um að Pinochet eða Hitler eða aðrir í þeirra klúbbi ofurvondakalla hafi geta talist mennskir eftir allt það illa sem hvílir á þeim.

------------------------------
Ég er með bloggræpu og er ekki að segja neitt merkilegt eða fyndið eða djúpt. Ég bara blogga það sjaldan að ég tími ekki að eyða þessu. Flöffblöööh

mánudagur, febrúar 06, 2006


Hundruðir unglinga þrömmuðu um ganga menntaskólans í dag og rauluðu til hamingju Ísland (að ég fæddist hér) og ég var farinn að raula með. Enda æðislegt lag með geggja kúl manneskju og óggesslega asnalegt að fólk vilji ekki sjá hana massa þetta í - ö - þar sem júróvision er næst haldin. Hver vann aftur seinast? Það var ekki WigWam eða Cool Ice (why don't you kill me). Hvað annað var skemmtilegt?

--------------------------

Ég var reyndar að velta fyrir mér hvort að júróvision væri jafn skemmandi og fegurðarsamkeppnir. Þið vitið, allir að reyna að senda einhverja staðalmynd sem á að höfða til flestra og endar á því að vísa í lægsta sameiginlega samnefnara sem endar á því að fólk sem sogast inn í þetta heldur að júróvision tónlist sé góð og eftirsóknarverð tónlist og að miss world fegurð sé góð og eftirsóknarverð fegurð. Verður ekki bara að vera hægt að hlæja að voru tveggja? Ég vil senda Silvíu Nótt í næsta miss world.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

So you wanna be a Clavin?

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hugleikur með nýtt verk:

Abortion - the musical


Sándar eins og partí

Björk - og aðrir ferðalangar,
Ef þið rekist á bolla með myndum af misheppnuðum konunglegum hjónavígslum (þ.e. ef hjónin eru skilin - ekki að brúðguminn hafi gleymt að fjarlægja neon-appelsínugula tilboðsmiðann af skósólanum þannig að allir kirkjugestir sáu þegar hjónin krupu fyrir framan prestinn eins í dagbókinni hans Dadda) þá megiði endilega hafa mig í huga. Á fimm bolla eins og er og er alltaf til í að bæta við mig.