The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ég hef tekið eftir að fólk í bloggheimum hefur brugðið á það ráð að láta færslur sínar ganga meira eða minna út á myndbirtingar úr gemsamyndavélum sínum. Ég held að ég láti það vera. Fyrir það fyrsta þá er ég alltof sjálfhverfur til að birta hér myndir af öðrum en mér - mitt blogg á að snúast um mig og minn rass. Í öðru lagi þá myndast ég barasta ekki nógu vel - tjah, allavegana finnst mér myndmiðlar aldrei ná að fanga fegurð mína eins og ég skynja hana. Svona svipað eins og þegar hljóðupptökutæki láta djúpu og kynþokkafullu röddina mína hljóma eins og nefmæltan íkorna úr teiknimynd frá níunda áratuginum og vídeoupptökuvélar sýna náunga sem virkar eins og hann sé alltaf svoldið skakkur/fullur. Í þriðja lagi þá kann ég ekki að setja svona myndir inn og í fjórða lagi þá á ég ekki svona síma. Berin eru súr :(

1 Comments:

At mánudagur, 27 febrúar, 2006, Blogger La profesora said...

ég á ekki svona síma og er nýbúin að eignast litla vél og fatta hvernig hún virkar...ehe... svo þú ert ekkert eins illa staddur og þú heldur karlinn minn...tíhí

 

Skrifa ummæli

<< Home