The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, febrúar 06, 2006


Hundruðir unglinga þrömmuðu um ganga menntaskólans í dag og rauluðu til hamingju Ísland (að ég fæddist hér) og ég var farinn að raula með. Enda æðislegt lag með geggja kúl manneskju og óggesslega asnalegt að fólk vilji ekki sjá hana massa þetta í - ö - þar sem júróvision er næst haldin. Hver vann aftur seinast? Það var ekki WigWam eða Cool Ice (why don't you kill me). Hvað annað var skemmtilegt?

--------------------------

Ég var reyndar að velta fyrir mér hvort að júróvision væri jafn skemmandi og fegurðarsamkeppnir. Þið vitið, allir að reyna að senda einhverja staðalmynd sem á að höfða til flestra og endar á því að vísa í lægsta sameiginlega samnefnara sem endar á því að fólk sem sogast inn í þetta heldur að júróvision tónlist sé góð og eftirsóknarverð tónlist og að miss world fegurð sé góð og eftirsóknarverð fegurð. Verður ekki bara að vera hægt að hlæja að voru tveggja? Ég vil senda Silvíu Nótt í næsta miss world.