The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Thatcher er í mínum huga ekki mikið betri en Pinochet - En bráðlega getum við séð Thatcher - the musical, ef marka má mbl.is (mogginn lýgur ekki, en hvað með vefútgáfuna? Hún laug allavegana um að það væri verið að taka upp fleiri Friends þætti). Allavegana þá virðist smekkleysu söngleikir vera í sókn, sbr. Abortion the musical eftir Hulla og að söngleikurinn Springtime for Hitler er á vörum margra.

------------------------------
Annars heyrði ég kvót einusinni sem átti að vera ættað frá Thatcher. Það var einhvernvegin á þá leið að ef þú værir yfir þrítugt og þyrftir að nota almenningsamgöngur þá þýðir það að þú sért búin(n) að klúðra því að gera eitthvað almennilegt úr lífinu þínu. Hljómaði betur á engilsaxnesku.
------------------------------
Ég held að ég sé með smá Thatcher fetishma upp að því marki að mér finnst hún afskaplega áhugaverður karakter í heimssögunni og ekki síst í ljósi kynjabaráttunnar. Notaði til að mynda fína tilvitnun frá henni um hlutskipti sitt sem kona í stjórnmálum í BA ritgerðina mína. Er samt ekki viss hvort að hún geti talist mennsk, svona á sama hátt og ég er ekki viss um að Pinochet eða Hitler eða aðrir í þeirra klúbbi ofurvondakalla hafi geta talist mennskir eftir allt það illa sem hvílir á þeim.

------------------------------
Ég er með bloggræpu og er ekki að segja neitt merkilegt eða fyndið eða djúpt. Ég bara blogga það sjaldan að ég tími ekki að eyða þessu. Flöffblöööh

3 Comments:

At miðvikudagur, 08 febrúar, 2006, Blogger Hugrún said...

Mér finnst ræpa góð... þ.e.a.s. munnræpa... umm...

 
At laugardagur, 18 febrúar, 2006, Blogger Björkin said...

Sko, Magga var ekki að mínu viti kona þegar hún sinnti járnfrúarstarfanum. Hún dýpkaði röddina heilmikið eftir því sem á leið. Eiginlega var hún bara karl með brjóst og hún var lítið fyrir að vinna að jafnréttismálum, a.m.k. fjölgaði ekki mikið konum í ábyrgðarstörfum á valdatíma hennar. Hún var bara karlrembukerling...

 
At fimmtudagur, 02 mars, 2006, Blogger Fláráður said...

Það var einmitt eitthvað kvót sem var á þá leið að ef hún hefði verið kall þá hefði gagnrýnin verið allt annars eðlis.

 

Skrifa ummæli

<< Home