The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ég fæ ekki neitt nema vindgnauð þegar ég reyni að klikka á linkinn ennar Fríðu - hvað ætli hafi gerst meðan ég var í burtu?

_____________________________

Ætlaði að gera þetta fyrir löngu eftir að Úrún "nældi" í mig:

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

Blackadder - nema fyrstu seríuna af því að þar er hann vondur og heimskur - í hinum er hann vondur og allir hinir í kringum hann eru heimskir.
EatCarPet - Ástralskur artífartí_ó_mæ_gowd_hvað_voru_þeir_að_reykja þáttur sem reyndist alltaf fullkominn endir á erfiðum helgum.
Buffy - af því að ég verð líklega útskúfaður úr vinahópnum ef ég minnist ekki á hann. Reyndar þá finnst mér frábært að glápa á Buffy og allt and sem Josh hefur komið nálægt (gó Firefly!). Mér finnst líka æðisleg öll serían þar sem Buffy kemst að því að lífið geti verið ömurlegra en nokkur dauði.
Twin Peaks - get haft þetta sem bakgrunnsnið 24/7. verjum er ekki skítsama um hver drap Lauru Palmer svo lengi sem múmú fær að fylgjast með Cooper, Audry Horne, Andy, Tréklumpakonunni og öllum hinum. Og sándtrakkið!

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
Sem ég horfi aftur og aftur á þegar ég er veikur:
Ferris Buellers Day Off
The Princess Bride
Trust (hef reyndar ekki horft á hana síðan Hartley kom og gerði Monster).
Evil Dead II


4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

www.hi.is - alfa og omega lífs míns
www.inna.is - skrá mætingu nemenda
www.mbl.is - er fuglaflensan einu skrefi nær?
www.google.com - "gúggla'ðetta bara!"

4 uppáhalds máltíðir:
Vá erfitt - reyni en finnst þetta ekki rétt...
Hummus frá Bar Ra
Grísk samloka frá Xexería
Kjúllinn hjá mömmu og pabba
Pizza frá eldsmiðjunni

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Cat Power - you are free. Líklegast besti Cat Power diskur í heimi.
Bonnie Prince Billie - Master and everyone. Líklegast besta Will Oldham afurðin. Eini gallinn er að hann er of stuttur.
Nick Drake - Five Leaves left. Mellójelló.
Beastie Boys - Check your head. Þar sem ég á bara að nefna 4 diska þá verð ég að nefna eitthvað með BB og þessi diskur á svo sannarlega skilið að vera efstur meðal jafningja.

4 sem ég "næli" í:
Bíddu, eru einhverjir eftir? Þorgerður Katrín, Egill Helga, Dr. Gunni og ÞÚ!?

2 Comments:

At miðvikudagur, 01 mars, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Já bloggið mitt flutti að heiman. Var komin með leið á mér held ég bara. Kannski að ég geti tælt það til mín aftur einn daginn. Vonandi en ég er samt ekki allt of bjartsýn...

Fríða

 
At fimmtudagur, 02 mars, 2006, Blogger Þórður said...

En hvernig á múmú þá að fylgjast með ykkur úr fjarlægð?!!?

 

Skrifa ummæli

<< Home