The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

sunnudagur, janúar 30, 2005

Um Bill Clinton:

I would be happy to give him a blowjob just to thank him for keeping abortion legal. I think American women should be lining up with their presidential kneepads on to show their gratitude for keeping the theocracy off our backs. -- Nina Burleigh (1998)

föstudagur, janúar 28, 2005

Þetta var falleg sena, svona eins og kveðjusena í s/h mynd þar sem söguhetjurnar kveðjast á fluvellinum og Ingrid Bergman spyr harmþrungri röddu og tár í auga hvort þau eigi einhverntíma eftir að hittast aftur og Bógart segir bara eitthvað sefandi og sænar át með Here's looking at you kid. Í þessu tilviki var ég Ingrid að spyrja Ollu hvort bloggið væri ekki búið og hún Bógartaði og sagði mér að við yrðum að gera þetta fyrir krakkana í útlöndum.

Þannig að ...

Aldrei þessu vant hafa veikindi sett allt á annan endann á heimilinu og því ekkert bloggað frekar en fyrri daginn. Bíllinn dó í gær (í fyrsta sinn sem þessi deyr) og ég fékk risastórt gat á nýjustu buxurnar mínar. Dúi svaf ekki vært heldur orgaði aðeins og lét klappa sér í svefn á hálftíma fresti.

Ég er samt ekki frá því að það sé að fara að vora.

mánudagur, janúar 24, 2005

Held að ég hafi náð að mastera kennslusvipnum.

Held að ég hafi náð að mastera kennslusvipnum.

föstudagur, janúar 21, 2005

Þýðing fyrir byrjendur - einn heimskulegasti texti í heimi


Ég er hrædd við myrkrið
sérstaklega þegar ég er í almenningsgarði
og það er enginn nærri
ó ég fæ hroll
ég vil ekki sjá draug
það er merkið sem ég hræðist mest
ég kysi fremur ristað brauð og
að horfa á kvöldfréttirnar

Lífið, ú lífið, ú lífið

_______________________________

Ég heyrði þetta lag í útvarpinu áðan og ég hafði gleymt hve yndislega slæmur textinn er.

Fyrir löngu var ég búinn að velja Big Time Spender (í flutningi Shirley Bassey takk fyrir) sem lagið sem yrði spilað þegar kistan mín verður færð úr kirkjunni yfir í líkbílinn. Lagið hér að ofan gæti verið spilað þegar það er verið að hífa kistuna niður í holuna.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Sá litli alltaf eitthvað veikur þannig að pabbinn er búinn að vera meira og minna heima með honum þessa vikuna. Það laumast við og við sú hugmynd í kollinn á mér að þetta verði allt auðveldara eftir því sem hann eldist. Þá lít ég á bloggið hennar Maju og sé færslu eins og þegar hún tekur fyrir vörtuafnám og brauðskyrðingar í sófa og ég fer að kvíða framtíðinni.

mánudagur, janúar 17, 2005

örfærsla = afsökun til að blogga um eitthvað jafmvel innihaldslausara en vanalega.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Björk vinkona er búin að vera erlendis í námi núna seinasta árið. Þegar sýnd var íslensk mynd í bíóinu í bænum greip hún tækifærið og fékk nýja gríska vin sinn til að koma með sér. Björk seldi honum hugmyndina um bíóferð með því að segja að þetta væri "crazy comedy from Iceland about this albino guy" - og hún meinti þetta alveg frá hjartarótum þar sem henni fannst endilega eins og að fólk hefði verið að tala um að Nói albínói væri gamanmynd.

Alla myndina sátu þau og biðu eftir að myndin færi að líkjast þessari geðveiku grínmynd sem Björk hafði lofað.

Nikos hinn gríski sagði víst eftir að ljósin hefðu verið kveikt að Íslendingar hefðu eitthvað brenglaðan húmor.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Í Bloggletinni eða sjálfskipuðu útlegð minni hef ég ekkert gert upp seinasta ár, sem er trendí á svona bloggsíðum sem og annarsstaðar.

Ég kynni því til sögunnar fyrsta árslista minn fyrir árið 2004:

Bestu myndir sem ég fór á í bío 2004:

1. Whale rider

Næsti árslisti minn er í rökréttu framhaldi af hinum fyrra:

Verstu myndir sem ég fór á í bíó 2004:

1. Whale rider



Í framhaldi af þessum tveimur listum ætla ég að setja mitt fyrsta áramótaheit fyrir árið 2005 (sem er álíka trendí á svona bloggsíðum og annarsstaðar) og það er að fara oftar í bíó á næsta ári heldur en 2004.

Nátengt fyrsta áramótaheiti mínu kemur númer tvö sem er að ég ætla að eignast færri börn í ár en í fyrra.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Jólin voru skemmtileg. Fjölskyldan lá til skiptis og síðan saman með flensu. Ældi meira en ég hef gert í mörg ár. Aðfangadagur skemmtilega öðruvísi með lítinn púka. Fórum snemma heim og opnuðum þúsund og einn pakka til Dúa. Ég fékk Popppúnktsspilið og þá er bara að finna tíma og fólk sem er til í að spreyta sig. Ég fékk líka allskyns annan varning sem ég ætla ekki að telja upp. Ég er nebblilega óggesslega bissí múmú sem ætti ekkert að vera að blogga. 60 verkefni here I come!

Já, ólíkt öðrum þá fannst mér áramótaskaupið lélegt.
Eins og öðrum þá fylgdist ég með hörmungunum hinu megin á hnettinum og fannst þeir hörmulegir.

En aftur að vinnunni...