Í Bloggletinni eða sjálfskipuðu útlegð minni hef ég ekkert gert upp seinasta ár, sem er trendí á svona bloggsíðum sem og annarsstaðar.
Ég kynni því til sögunnar fyrsta árslista minn fyrir árið 2004:
Bestu myndir sem ég fór á í bío 2004:
1. Whale rider
Næsti árslisti minn er í rökréttu framhaldi af hinum fyrra:
Verstu myndir sem ég fór á í bíó 2004:
1. Whale rider
Í framhaldi af þessum tveimur listum ætla ég að setja mitt fyrsta áramótaheit fyrir árið 2005 (sem er álíka trendí á svona bloggsíðum og annarsstaðar) og það er að fara oftar í bíó á næsta ári heldur en 2004.
Nátengt fyrsta áramótaheiti mínu kemur númer tvö sem er að ég ætla að eignast færri börn í ár en í fyrra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home