The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, júní 09, 2004

Það er svoooo gott veður í dag að mig verkjar í stóru tánna.

Ég er að reyna að búa til fyrirlestur á ensku fyrir föstudaginn. Ég er svolítið riðgaður í engilsaxneskunni og er að velta því fyrir mér hvort ég tali ekki bara með öfga íslenskum hreim og þykist ekki skilja spurningar úr salnum. Er líka soldið nervös af því allir aðrir ætla að tala á dönsku eða sænsku eða norku. Nema Finninn, hann er líka að fara að blaðra á ensku. Ég elska Finna, þeir eru svona álíka mikið út úr meðal Skandínavanna og við.

Köngulóin á svölunum er búin að gera vef númer þrjú í þessari viku. Ekki nærri jafn flottur og sá fyrsti en reisulegri en sá sem var númer tvö. Ég er hræddur um að engin fluga vilji fljúga í þennan þriðja vef. Ég dustaði nebblega af teppi núna áðan út á svölum og allt rykið og subbbuskapurinn festist í vefnum. Grey könguló. Það er allavegana rétta veðrið til að vera að standa í vefgerð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home