I'll make you an offer you can't refuse.
Í dag lít ég soldið út eins og Marlon Brando í fyrstu Godfather myndinni. Sem er jú miklu skárra en að líta út eins og kallinn í dag. Samt væri nú óneitanlegar skemmtilegra að líta út eins og hann gerði í On the Waterfront eða Streetcar named Desire. En allavegana þá lít ég soldið út eins og Marlon Brando í Guðföðurnum vegna þess að það var tekinn úr mér endajaxl í gær. Ég vaknaði í morgunn og leit í spegil og það fyrsta sem mér datt í hug var “What have I ever done to make you treat me so disrespectfully?”.
Þetta er soldið skondið þar sem ég hélt að ég væri líka að breytast í kvikmynda(?)persónu í gærmorgunn. Kvöldið áður hafði ég nefnilega horft á American Splendor og þegar ég vaknaði var ég kominn með þessa hásu rámu rödd sem einkenndi Harvey Pekar, aðalkarakterinn. Er ekki frá því að ég hafi líka séð lífið í soldið dekkra ljósi þennan morgunn.
Í dag er fótbolti á dagskrá sjónvarpsins og allra útvarpsmiðla. Fótbollti er ekki körfubolti og þar af leiðandi leiðinlegur í mínum bókum.
Tupac hefði orðið 33 í dag. Ætli JLo hefði ekki gifst honum hefði hún haft færi á?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home