The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, júní 18, 2004

Í gær var þjóðhátíðardagur Íslendinga og mikið um dýrðir. Ég held að ég hafi aldrei verið áður vaknaður nógu snemma á 17. júní til að fylgjast með blómsveigsathöfninni og ávarpi forsetisráðherra. Þetta var hörskustuð að fylgjast með. Það olli mér samt smá vonbrigðum að hvorki Dorrit né Leoncie höfðu verið fengnar til þess að vera Fjallkonan í ár eins og ég var byrjaður að vona. Í staðin var einhver leikkona sem ég kann lítil deili á, en hún má eiga það að hún var dökkhærð og þar af leiðandi ekki alveg staðalmyndin af hinu aríska útliti. Annars virðist fólk vera að fá útrás fyrir sjálfsupphafningu með því að geta bent á rasismann hjá öðrum út af þessu þjóðdansafélagið vs. Reykjavik Grapevine máli. Ef til vill er þetta spurning um bjálkann í eigin auga?

Fjölskyldan litla gekk í skrúðgöngu með öllum hinum litlu fjölskyldunum niður Laugarveginn. Vorum ekki alveg að fatta gleðina í þessu. Kanski verður þetta meira spennandi þegar SD stækkar aðeins. Skondið hvernig þennan eina dag á ári þá tekur fjölskyldufólkið yfir miðbæinn. Þetta er svona soldið eins og gay-pride upp á að sjaldan sér maður svona mikið af fjölskyldufólki koma úr úthverfunum og skrúðgangast út á götu saman. Verð samt að segja að gay-pride er óneytanlega skrautlegra og meira fjör. Kanski fjölskyldu fólkið ætti að íhuga að gera þetta að meiri fjölskyldudegi og hafa svona pallbíla með uppáklæddum frægum fjölskyldum. Ég sé þetta fyrir mér; einn pallbíll með the Flinstones, annnar með the Simpsons, næsti með Cosby fjölskyldunni og svo framvegis.