The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, júní 30, 2004

Já, Peaches stóðu undir væntingum. Mér líður verr en eftir Pixies tónleikana og var sveittari og viðbjóðslegri þegar ég kom heim. Reyndar var það soldið mikið tónleikahúsnæðinu að kenna. Öfugt við rúmgóðan íþróttasal í Hafnarfirði var um að ræða kompu í listaspíruhúsnæði. Stemningin var soldið eins og örlítið breytt vöruhúsnæði í skuggahverfum Austur-Berlínar. Fyrstu skref inná svæðið gáfu til kynna hvað væri framundan. Tónleikarnir ekki byrjaðir og strax gífurlegur hiti og svitataumar lekandi niður eftir veggjunum.

Listaspírur landsins voru á svæðinu og fullt af fólki sem ég er nokkuð viss um að eigi lögheimili á Sirkus. Það var fullt af strákum með allskyns skeggvöxt og stelpum með styttur í hárinu. Síðan mátti sjá þarna máttarstólpa landsins eins og Mínusdrengi og Paul Oscar og fleiri.

Egill S. mætti seint og síðarmeir á sviðið í fallegu hvítu outfitti sem voru einstaklega lagleg á manninum. Hatturinn gerði útslagið sem sat skáhallandi á andlitinu á honum. Það var eitthvað soldið pimp-legt við þetta allt saman en virkaði suddalega vel á manninum. Hann tók ákjústik útgáfur af eldra efni sem var ágætt en setti síðan í partígírinn með því að singja yfir playbacki af nýju stöffi sem hljómaði barasta dável. Allt ósköp katsjí og kúl. Fólk fagnaði.

Peaches átti síðan restina af kvöldinu. Skellti sér í nokkur mismunandi gervi, kleif uppá hátalara (sem voru nokk háir), orgaði úr sér lungun, söng dúett með Iggy Popp, fór með gamanmál á íslensku, trallaði fyrir okkur á japönsku, borðaði banana (í ft.) á sóðanlegan máta, lét spúa eldi yfir áhorfendur og fullt fullt fleira. Svitinn bogaði af hverjum tónleikargesti og Peaches fékk þá til að prófa að fylgja sínu fordæmi og sleikja á sér handakrikann. Í sínu frægasta lagi (fuck the pain away) tók hún uppá svið til sín unga hnátu sem staulaðist með henni í gegnum textann. Allt mjög gaman. Peaches tók síðan Kelis og Electric 6 í görnina með æðislegum ábreiðuútgáfum af Milkshake og Gaybar. Síðan hef ég ekki heyrt jafn mikið af klúrum hlutum á einu kvöldi síðan ég horfði seinast á RAW með Eddie Murphy. Þetta var stuð og ég væri alveg til í að fá að fara aftur á tónleika með Peaches.