The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, febrúar 27, 2004

Píramídi, þríhyrningur, fláráður og kennsla. Próf og Déjá vu. Levi-Strauss í draumi og ólétta. Gummi og bjór.
Dagar gerast ekki skrítnari en þetta. Mér finnst eins og ég hafi upplifað þetta allt áður. A glitch in the system?

Annars mæli ég með SYSTEMS / LAYERS með Rachel's til að ýta undir atrísnobbhænuna í okkur öllum. Fallegt og fúnkerar vel með kenningarlestri um strúktúralisma og póst-strúktúralisma.

Síðann til að hrista snobbhænuna á fætur mæli ég með asian takeaways.

Síðan ef maör er með almennilega tengingu er málið að láta aðra raða upp vírdó tónlist fyrir sig.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hmmm, miðvikudagur og ég ekki búinn að kommenta neitt alla vikuna. Hvað hef ég svosem að segja? Oft á tíðum getur þetta blessaða blogg verið einfalt andlegt rúnk (all puns intended).

Hef tekið eftir að ég er byrjaður að huxa fleiri og fleiri hluti út frá meðgöngu líkingum. Allt í einu er hver karfa orðin að fæðingu. Boltinn barnið og við strákarnir þarna til þess að hjálpa því í gegnum leggöngin (körfuna). Þá verður mér huxað til ákveðinna ættbálka á N.G. sem einmitt feika svona kvenlega eiginleika eins og að fæða börn og fara á túr og svona. Þeir gera þetta víst vegna þess að þeir eru svo abbó yfir því að geta ekki viðhaldið sér sjálfir. Að þeir þurfi að treysta á konurnar til einhvers þykir semsagt skandall. Ef einhver erlendur mannfr. tæki nú viðtal við mig þá gæti hann dregið þær ályktanir út frá þráhyggju minni með fæðingarsamlíkingar að eins væri farið fyrir íslenskum körlum. Hann myndi birta ritgerð um grey ísl. karlana sem geta ekki fætt börn þannig að þeir reyna að troða í körfu í staðinn.


P.s. Ég get ekki troðið í körfu frekar en fætt barn. En ég hitti stundum í körfuna þegar ég hendi boltanum í áttina að henni.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Að hanga í Odda og skrifa verkefni er ekki svo góð skemmtun, sérstaklega þegar veðrið er girnilegt út um gluggann og það er sunnudagur. Og kanski síst þegar öll helgin er búin að fara í sama helv´... verkefnið. En svona til þess að kóróna sjálfsvorkunina þá ætla ég að segja ykkur að ég á eftir að skipuleggja kennslu fyrir morgun daginn. Fyrir utan þetta þá lifi ég yndislegu lífi.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Vitiði að vídeó er besti vinur kennarans? Kveikja á tækinu, slökkva á ljósinu og slappa af í klukkustund.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Helst í fréttum í dag...

Er búinn að hafa afskaplega skemmtilegan magaverk seinustu tvo daga. Er allur uppblásinn og flottur. Er másandi og dæsandi og passa ekki lengur í flestar buxurnar mínar. Þetta er víst einhver óþverrapest sem er að ganga. Aníhús þá finnst mér þetta svo skemmtilegt vegna þess að þetta gefur mér lítinn glugga inn í óléttu. Maginn stækkar og stækkar og veldur ómældum óþægindum og mér er búið að vera óglatt og búinn að vera listarlaus. Ég vona bara að þessi pest vari ekki í níu mánuði.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Yess yess yess... Loxins finnst mér ég búa á landi þar sem alvöru fréttir gerast. Heyrði útvarpsfréttir á ríkisrekna ruslinu í bílnum á leið í skólann þrjár stærstu fréttir landans. Dularfulla líkið á Neskaupsstað, gíslatakan og ránið í Hveragerði og Ruth í lýtaaðgerð. Fréttin um dularfulla líkið var svona eins og að hlusta á slæmt útvarpsleikrit. Æsifréttamennskan alveg að gera útaf við fréttamennina (3 karlar) sem töluðu við allt og alla sem höfðu kanski ekki séð myrta manninn.

Fréttamaður: Sástu manninn semsagt?
Barþjónn 1 (ungur strákur): Ég veit það ekki.
Fréttamaður: Sástu manninn semsagt ekki?
Barþjónn 1: Ég get bara allsekki verið viss.
Fréttamaður: En ef þetta var maðurinn sem fannst myrtur þá sást þú hann?
Barþjónn 1: Já, EF þetta er sami maður þá sá ég hann.

Skipt um viðmælanda-

Fréttamaður: Sástu manninn semsagt?
Barþjónn 2 (ung stúlka): Já, ég held það.
Fréttamaður: Og stóð hann úr fjöldanum á einhvern máta.
Barþjónn 2: Nei.
Fréttamaður: Var hann einn á ferð?
Barþjónn 2: Nei hann var með 2 öðrum monnum.
Fréttamaður: Hafðirðu séð einhvern af þessum mönnum áður?
Barþjónn 2: Nei, aldrei áður.
Fréttamaður: Voru þeir með læti? Leiðindi eða róstur?
Barþjónn 2: Nei, þeir voru ósköp góðir.

Síðan var talað endalaust við eitthvað fólk sem vissi ekki neitt. Æði.

Næsta frétt sem er þá í öðru sæti á Íslandi var sú að Gíslataka átti sér stað í einhverju Fyllerísbríeríi í Hveragerði. Fólkið var svo dúmm að það hafði gist á ránsstaðnum (Hótel Örk) og framvísað persónuskilríkjum þegar það skráði sig inn. Aftur viðtöl við fólk sem ekkert vissi með álíka tilþrifum og með dularfulla líkið.

Uppáhaldfréttin er þó sú að Ruth ætlar að halda áfram á þeirri braut að láta fixa sig í beinni þrátt fyrir að lýtalæknirinn hafi hætt við. (Ég veit að Jón Gnarr hefur boðið sig fram til þess að framkvæma aðgerðina en varaði jafnframt við að hann gæti ekki garantíað árangurinn. Hann væri samt alveg til í að prófa.)

Þetta er Ísland í dag!

Vá, þetta virkaði eins og vinnubrögð DV en ekki ríkisútvarpsins.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hei þið þarna sem lesið þetta aumkunarverða blogg! Hversvegna haldiði að ég hafi sett þessa gestabók þarna? Nú til þess að það væri kommentað á hana. Ég kann ekki að setja upp kommentakerfi þannig að þessi gestabók verður bara að vera mitt kommentakerfi. Vill ekki einhver kommenta á bloggið hérna að neðan? Var það kanski of sjokkerandi? Eða eru allir enn í sjokki yfir JT og Janet?

Annars ætla ég að segja ykkur að ég get varla beðið eftir því að barnastjarnan sem sagði mér að það væri vitleysa að reykja láti fixa á sér andlitið. Ætlaði hún kanski líka að láta sílíkona sig? Það hlakkar smá í mínum þar sem lítil vond huxun flögrar stundum um sálartetrið sem spyr mig hvort það væri ekki soldið skondið ef xtrememeikóverið myndi nú mistakast í beinni? Þá hlæ ég innnan í mér illkvittnislega en fæ fljótt samviskubit. Góðir strákar með bleika gestabók huxa ekki sona.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Úff, ég er ekkert að standa mig í þessu átaki sem ég ætlaði að i að taka mig á í bloggi. Mér ddettur ekkert í hug nema eitthvað ógggggggeðlslega væmið bumbu dót eða kjennslurjettindapirringur sem ég ætla að reyna að ofnota ekki hérna á síðunni.

Athugið að hér er eitthvað ekki fyrir viðkvæma! Ég notast við rating kerfi Ollunnar og vek athygli að restin af færslunni er kennd við % sem stendur fyrir "ekki fyrir viðkvæma".

% Ég sá risa píku í kvöld. Hún var skerí og var að spíta út úr sér skerí stórum krakka. Einhvernvegin eru smábörn ekkert svo smá þegar þau eru að koma út um þetta gat sem er yfirleitt ekki notað til að troða smábarni í gegnum. Þetta var semsagt á vídeói fyrir verðandi foreldra. Sáum tvær "auðveldar" fæðingar á þrjátíutommuskjá. Ég get sagt ykkur það að allt í einu er keisaraskurður bara alllsekki svo slæmur kostur. Sona eins og Madchen Amick (Man ekki hvernig það er stafsett en hún var í Twin Peaks sælla minninga) í Spíttmæðgum sem var búin að panta keisarann eftir hádegi svo hún kæmist á fundinn klukkan ellefu. Ætti síðan að komast í bikiní vaxið fyrir klukkan fjögur.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég veit að ég ætlaði ekki að tjá mig frekar um kjennslurjettindin á þessu bloggi en ég verð að bæta við að ég þoli ekki hópverkefni. Jú, ókei þau eru svosem ósköp sænsk og ljúf svona inn á milli en þegar þetta virðist vera O.M. hjá öllum helv... kennurunum í kjennslurjettindunum þá fæ ég væna volga ælu í kokið. Hmmm... látum okkur sjá 15 verkefni yfir önnina sem eru hópverkefni og eitt sem er einstaklingsverkefni. Sem betur fer hef ég ekki enn lennt í hóp með slúbbert sem kemst upp með að gera ekki neitt. Reyndar er ég mjög sáttur við þá sem ég er með í hóp, en það er endalaust ströggl að finna tíma þar sem allir geta séð sér fært að mæta.

Einstklingsverkefnið er soldið spes. Ég á að búa til vefleiðangur. Hvað er það spyr einhver sig. Jú það er verkefni fyrir nemendur þar sem þeir eiga að nota netið sér til upplýsinga miðlunar. Boooooooooooooooooooooooring myndi kanski einhver segja, en ekki ég. Ég lít á allt þetta nám sem himnasendingu og er æðislega jákvæður gagnvart þessu öllu. Nema kanski hópverkefnunum. Grrrrr.... hópverkefni.

Kanski ég ætti að láta fylgja með að ég þurfti að hitta einn hópinn núna klukkan átta í stað þess að sofa klst. lengur eins og mig langaði frekar til að gera.

Mig langar í köku. Mig langar í rúmmið undir sæng. Mig langar upp í rúm undir sæng með köku til að narta í. Tertu með rjóma og heitt súkkulaði. Mmmmm.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég er með stýrur í dag og sé ekki fram á að losna við þær í bráð.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Uss barasta - ég verð að fara að taka mig á og ferðast til fleiri framandi landa.



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide