The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hmmm, miðvikudagur og ég ekki búinn að kommenta neitt alla vikuna. Hvað hef ég svosem að segja? Oft á tíðum getur þetta blessaða blogg verið einfalt andlegt rúnk (all puns intended).

Hef tekið eftir að ég er byrjaður að huxa fleiri og fleiri hluti út frá meðgöngu líkingum. Allt í einu er hver karfa orðin að fæðingu. Boltinn barnið og við strákarnir þarna til þess að hjálpa því í gegnum leggöngin (körfuna). Þá verður mér huxað til ákveðinna ættbálka á N.G. sem einmitt feika svona kvenlega eiginleika eins og að fæða börn og fara á túr og svona. Þeir gera þetta víst vegna þess að þeir eru svo abbó yfir því að geta ekki viðhaldið sér sjálfir. Að þeir þurfi að treysta á konurnar til einhvers þykir semsagt skandall. Ef einhver erlendur mannfr. tæki nú viðtal við mig þá gæti hann dregið þær ályktanir út frá þráhyggju minni með fæðingarsamlíkingar að eins væri farið fyrir íslenskum körlum. Hann myndi birta ritgerð um grey ísl. karlana sem geta ekki fætt börn þannig að þeir reyna að troða í körfu í staðinn.


P.s. Ég get ekki troðið í körfu frekar en fætt barn. En ég hitti stundum í körfuna þegar ég hendi boltanum í áttina að henni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home