Yess yess yess... Loxins finnst mér ég búa á landi þar sem alvöru fréttir gerast. Heyrði útvarpsfréttir á ríkisrekna ruslinu í bílnum á leið í skólann þrjár stærstu fréttir landans. Dularfulla líkið á Neskaupsstað, gíslatakan og ránið í Hveragerði og Ruth í lýtaaðgerð. Fréttin um dularfulla líkið var svona eins og að hlusta á slæmt útvarpsleikrit. Æsifréttamennskan alveg að gera útaf við fréttamennina (3 karlar) sem töluðu við allt og alla sem höfðu kanski ekki séð myrta manninn.
Fréttamaður: Sástu manninn semsagt?
Barþjónn 1 (ungur strákur): Ég veit það ekki.
Fréttamaður: Sástu manninn semsagt ekki?
Barþjónn 1: Ég get bara allsekki verið viss.
Fréttamaður: En ef þetta var maðurinn sem fannst myrtur þá sást þú hann?
Barþjónn 1: Já, EF þetta er sami maður þá sá ég hann.
Skipt um viðmælanda-
Fréttamaður: Sástu manninn semsagt?
Barþjónn 2 (ung stúlka): Já, ég held það.
Fréttamaður: Og stóð hann úr fjöldanum á einhvern máta.
Barþjónn 2: Nei.
Fréttamaður: Var hann einn á ferð?
Barþjónn 2: Nei hann var með 2 öðrum monnum.
Fréttamaður: Hafðirðu séð einhvern af þessum mönnum áður?
Barþjónn 2: Nei, aldrei áður.
Fréttamaður: Voru þeir með læti? Leiðindi eða róstur?
Barþjónn 2: Nei, þeir voru ósköp góðir.
Síðan var talað endalaust við eitthvað fólk sem vissi ekki neitt. Æði.
Næsta frétt sem er þá í öðru sæti á Íslandi var sú að Gíslataka átti sér stað í einhverju Fyllerísbríeríi í Hveragerði. Fólkið var svo dúmm að það hafði gist á ránsstaðnum (Hótel Örk) og framvísað persónuskilríkjum þegar það skráði sig inn. Aftur viðtöl við fólk sem ekkert vissi með álíka tilþrifum og með dularfulla líkið.
Uppáhaldfréttin er þó sú að Ruth ætlar að halda áfram á þeirri braut að láta fixa sig í beinni þrátt fyrir að lýtalæknirinn hafi hætt við. (Ég veit að Jón Gnarr hefur boðið sig fram til þess að framkvæma aðgerðina en varaði jafnframt við að hann gæti ekki garantíað árangurinn. Hann væri samt alveg til í að prófa.)
Þetta er Ísland í dag!
Vá, þetta virkaði eins og vinnubrögð DV en ekki ríkisútvarpsins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home