The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég veit að ég ætlaði ekki að tjá mig frekar um kjennslurjettindin á þessu bloggi en ég verð að bæta við að ég þoli ekki hópverkefni. Jú, ókei þau eru svosem ósköp sænsk og ljúf svona inn á milli en þegar þetta virðist vera O.M. hjá öllum helv... kennurunum í kjennslurjettindunum þá fæ ég væna volga ælu í kokið. Hmmm... látum okkur sjá 15 verkefni yfir önnina sem eru hópverkefni og eitt sem er einstaklingsverkefni. Sem betur fer hef ég ekki enn lennt í hóp með slúbbert sem kemst upp með að gera ekki neitt. Reyndar er ég mjög sáttur við þá sem ég er með í hóp, en það er endalaust ströggl að finna tíma þar sem allir geta séð sér fært að mæta.

Einstklingsverkefnið er soldið spes. Ég á að búa til vefleiðangur. Hvað er það spyr einhver sig. Jú það er verkefni fyrir nemendur þar sem þeir eiga að nota netið sér til upplýsinga miðlunar. Boooooooooooooooooooooooring myndi kanski einhver segja, en ekki ég. Ég lít á allt þetta nám sem himnasendingu og er æðislega jákvæður gagnvart þessu öllu. Nema kanski hópverkefnunum. Grrrrr.... hópverkefni.

Kanski ég ætti að láta fylgja með að ég þurfti að hitta einn hópinn núna klukkan átta í stað þess að sofa klst. lengur eins og mig langaði frekar til að gera.

Mig langar í köku. Mig langar í rúmmið undir sæng. Mig langar upp í rúm undir sæng með köku til að narta í. Tertu með rjóma og heitt súkkulaði. Mmmmm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home