The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Núna á ég að finna vefleiðangra og meta sem kennslutæki. Þessvegna er ég að tjá mig hér.
Þegar ég á að vera að læra finnst mér gott að blogga. Ekki svo að skilja að mér farist meira úr verki en það skilur eitthvað svona næstum áþreyfanlegt eftir sig. Annað en tildæmis þegar ég sest fyrir framan tölvuna og alveg óvart sörfa netið í þrjá tíma. Þá sit ég eftir með aumt ennið og samviskubit og get ekki einu sinni sagt "ja ég gerði þó eitthvað".


En í alvörunni, hvar er helv... Hudson Wayne diskurinn minn?

mánudagur, nóvember 24, 2003

Hvar er Hudson Wayne diskurinn minn?

föstudagur, nóvember 21, 2003

Er það bara vegna þess að ég er í kennslurjettindunum sem mér finnst þetta fyndið?


fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Er búinn að halda húmornum gangandi með þessu í allan dag. Vá hvað fólk getur verið blint á eigin hæfileikaleysi.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Jæja, Úrún er komin heim og þrátt fyrir góðar tilraunir er ekki enn búið að koma því þannig fyrir að við séum í sama húsi. Svona er 'etta á tölvuöldinni, sambandið við vinina er miklu meira í gegnum bloggið heldur en í holdheimum.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Aníhús, það er kominn föstudagur og ég er með hættulega mikið koffeín í æðunum. Gormei kaffi sem ég svolgraði í mig með volgum súkkulaði möffins á fundi áðan eru fljótandi um systemið á mér eins og er og ég er virkilega að efast um það hvort þetta ætti að vera sellt svona over the counter. Mér líður allavegana eins og spítt frík.

Commentakerfi hvað? Ég er hræddur um að ég hafi ekki fundið neitt kommentakerfi sem er ekki með "too many users" eða kostar eitthvað. Einnig finnst mér mjög sniðugt og svona pómó stemmning þegar Sparklingar kommenta á sinni síðu um mína síðu. Fær mig til að finnast ég vera hluti af stærri heild og svona.

Tók Buffy prófið bara til að sjá hvar ég stæði. Hélt reyndar að ég væri ekki svona devoted:


Normal Fan

mánudagur, nóvember 10, 2003

Baugar baugar baugar- gangi mér vel að vera hress í skólanum á morgunn. Ö, ég meina á eftir.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Það er fátt jafn hressandi eins og að eyða meiri tíma af sólarhringnum í skólanum heldur en heima hjá sér. Ég er byrjaður að kunna að meta heimilið mitt mun meira. Rúmmið þó sérstaklega.

Skondið hvað eitt lítið spark getur breytt öllum tilfinningaskalanum hjá fólki. Það er komin ný vídd í hann hjá mér. Get ekki lýst þessu almennilega en er afskaplega notaleg tilfinning á svona heitan, loðinn, hrýslandi og pínku skerí máta.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Námið er svooooooooooooooooooooooooooooooooo skemtilegt.

(Ætli þetta gildi sem færsla nr 6?)

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Færsla nr 5.

Yesssssss, síðasta færslan fyrir verkefnið. Lofa að minnast ekki á kennslu aftur á blogginu nema út frá einhverju bráðfyndnu eða nauðaómerkilegu.

Hvað hef ég lært nr.4.

Ég hef tilað mynda lært að það er alveg vafamál hvort kennarar eigi að hafa skoðanir á málum sem þeir eru að fjalla um. Ég hef mikið verið að spögulera í þessu vegna þess að ég var að kenna the Bell Curve og síðan vegna ummæla sem ég fékk fyrir þjóðernihyggjuverkefnið sem ég og Karen gerðum í byrjun annar. Kommentin sem ég fékk á bæði verkefnin var að ég væri ekki nógu hlutlaus í umfjöllun. Ég aftur á móti vil telja það mér til tekna, svo lengi sem ég útskýrir fyrir nemendum að ég sé biased. Ég er sammála Illich (sjá kennsluefni) um að kennarar ættu bara að kenna það sem þeir hafa tileinkað sér. Auðvitað ef ég hef tileinkað mér eitthvað vel þá mynda ég mér skoðun á því. Mér finnst sanngjarnara að segja frá skoðun sinni í stað þess að laumupokast eitthvað með hana af því að ég held að hún eigi hvort eð er eftir að koma í gegn. Allavegana geta nemendur tekið því sem ég segi með einhverjum fyrirvara svona.


Jessss, búinn!!!

Færsla nr. 4.

Sko, allt að koma.

Hvað hef ég lært nr. 3.

Enn einn praktískur hlutur; uppröðun í stofur. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér en eki gengið sem skyldi að tileinka mér. Ég hef verið svo stressaður yfir kennslunni sjálfri og að prófa mig áfram í kennsluháttum að ég hef ekki eitt alveg nógu miklum tíma í að spögulera í þessu. Þetta svona gleymist. Allavegana þá er bráðnauðsynlegt, að mér finnst, að reyna að virkja sem flesta nemendur í tímum. Það eru yfirleitt fáir sem tjá sig alltaf í stað þess að það komist af stað díalog í öllum bekknum. Einnig kemur það fyrir að fólk fer að spjalla saman í litlum hópum. Annað sem er líka hvimleitt er þegar fólk á fremstu borðunum fer í hrókasamræður við kennarann en aðrir nemendur missa alfarið af þeim. Eitt ráð til þess að virkja sem flesta og fá alla til þess að fylgjast með er að láta borðin í hring. Svona situr fólk á fundum í dag þar sem reynt er að fá alla til þess að leggja orð í púkk. Kennsla fyrir mér er samvinna nemendanna með hjálp kennara og því nauðsynlegt að virkja þá alla.

Vá, bara nokkuð fræðileg færsla.

Færsla nr. 3.

Hvað hef ég lært nr. 2.

Jú, ég hef til að mynda lært að það er mjög gott að gera sínar eigin glærur. Bara svona upp á að líta ekki út eins og asni þegar þú skilur ekki hvað stendur á glærunni og líka til þess að festa efnið betur í hausnum á þér. Síðan svona til að lífga upp á kennsluna og höfða til fjölgreindarinnar er mjög sniðugt að setja myndir inn. Samt ekki bara hvaða myndir sem er, þær verða að tengjast efninu. Síðan er svo gaman að búa til eigin myndir ef tími gefst til. Annars mæli ég með því að nota google og smella á myndaleit. þar er hægt að finna allan andsk...

Flott færsla? Það finnst mér líka.

Æji, ég misskildi eitthvað og hélt að ég hefði alveg massa tíma til þess að standa í þessu bloggi. Ég hef víst mjög takmarkaðan tíma til þess að gera þetta - eða semsagt í dag. Ég á að vera búinn að skrifa 5 færslur í dag. Jæja, þá er bara að blogga... Færsla númer eitt í dag. Hmmmm... Ég get blaðrað um það að ég sé búinn með kennsluskylduna og að ég sé gííííííífurlega ánægður með það. Allt annað hefur setið á hakanum á meðan á henni stóð og ég get varla beðið eftir að kljást við bunkann á borðinu mínu. Vona að blessuðu nemendurnir mínir hérna við háskólann fyrirgefi mér seinaskapinn.

Hvað hef ég lært eftir kennsluna?
Sko, ég verð auðvitað að treina þetta aðeins í fjórar færslur yfir daginn. Ætla að ræða einn punkt í hverri færslu.

Nr. 1. Það eru margir litlir praktískir hlutir sem gott er að temja sér. Til að mynda ef ég vil halda uppi aga í bekknum án þess að vera að sussa á nemana og koma fram við þá eins og krakka þá dugar oft að fá þá til þess að finna fyrir náveru minni á annan máta. Til að mynda er hægt að rölta um stofuna í stað þess að fela sig bak við kennaraborðið. Þegar ég stoppa við borð þar sem er kliður þá stoppar hann nánast án undantekningar. Síðan er ágætt að nota klið inn í kennslu - biðja kjaftaklúbbinn að deila því sem hann var að ræða með bekknum.

Jæja, er þetta ekki barasta fínasta færsla?

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Jæja, nýjasta heimaverkefnið í kennslurjettindanáminu er að blogga um kennslurjettindanámið. Að mig minnir eiga þetta að vera fjórar færslur. Þannig að ég afsaka mig svona fyrirfram hvað næstu fjórar færslur eiga eftir að vera frekar sona ó-interressant fyrir flest fólk. Hmmmm... kennslurhettindanámið. Ö, það er ágætt. Mikil vinna. Fullt af dóti sem ég er búinn að læra. Ö, kanski of mikið að gera.
Get sagt ykkur frá því að ég er núna barasta að verða búinn með kennsluskylduna fyrir þessa önn. Það er bara einn tími á mánudaginn og síðan að fylgjast með tveimur tímum og síðan eitt stykki einstaklingskennsla. Það er samt alveg nóg að gera. Verkefni ofan á verkefni og alltaf að bæta við verkefnum og síðan eiga kennslurjettindanemarnir að vera óggesslega frjóir og skrifa dagbók og vangavelltur og skilgreina sjálfa sig sem kennara og taka próf á netinu sem segir sumu þeirra að þeir séu komma kennarar og öðrum að þeir eigi barasta eftir að verða harðstjórar og síðan eiga kennslurjettindanemarnir að ígrunda þetta og segja hvað þetta segi þeim mikið um það hvernig kennarar þeir eru og hvernig kennarar þeir vilja verða.