The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Færsla nr 5.

Yesssssss, síðasta færslan fyrir verkefnið. Lofa að minnast ekki á kennslu aftur á blogginu nema út frá einhverju bráðfyndnu eða nauðaómerkilegu.

Hvað hef ég lært nr.4.

Ég hef tilað mynda lært að það er alveg vafamál hvort kennarar eigi að hafa skoðanir á málum sem þeir eru að fjalla um. Ég hef mikið verið að spögulera í þessu vegna þess að ég var að kenna the Bell Curve og síðan vegna ummæla sem ég fékk fyrir þjóðernihyggjuverkefnið sem ég og Karen gerðum í byrjun annar. Kommentin sem ég fékk á bæði verkefnin var að ég væri ekki nógu hlutlaus í umfjöllun. Ég aftur á móti vil telja það mér til tekna, svo lengi sem ég útskýrir fyrir nemendum að ég sé biased. Ég er sammála Illich (sjá kennsluefni) um að kennarar ættu bara að kenna það sem þeir hafa tileinkað sér. Auðvitað ef ég hef tileinkað mér eitthvað vel þá mynda ég mér skoðun á því. Mér finnst sanngjarnara að segja frá skoðun sinni í stað þess að laumupokast eitthvað með hana af því að ég held að hún eigi hvort eð er eftir að koma í gegn. Allavegana geta nemendur tekið því sem ég segi með einhverjum fyrirvara svona.


Jessss, búinn!!!