The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Æji, ég misskildi eitthvað og hélt að ég hefði alveg massa tíma til þess að standa í þessu bloggi. Ég hef víst mjög takmarkaðan tíma til þess að gera þetta - eða semsagt í dag. Ég á að vera búinn að skrifa 5 færslur í dag. Jæja, þá er bara að blogga... Færsla númer eitt í dag. Hmmmm... Ég get blaðrað um það að ég sé búinn með kennsluskylduna og að ég sé gííííííífurlega ánægður með það. Allt annað hefur setið á hakanum á meðan á henni stóð og ég get varla beðið eftir að kljást við bunkann á borðinu mínu. Vona að blessuðu nemendurnir mínir hérna við háskólann fyrirgefi mér seinaskapinn.

Hvað hef ég lært eftir kennsluna?
Sko, ég verð auðvitað að treina þetta aðeins í fjórar færslur yfir daginn. Ætla að ræða einn punkt í hverri færslu.

Nr. 1. Það eru margir litlir praktískir hlutir sem gott er að temja sér. Til að mynda ef ég vil halda uppi aga í bekknum án þess að vera að sussa á nemana og koma fram við þá eins og krakka þá dugar oft að fá þá til þess að finna fyrir náveru minni á annan máta. Til að mynda er hægt að rölta um stofuna í stað þess að fela sig bak við kennaraborðið. Þegar ég stoppa við borð þar sem er kliður þá stoppar hann nánast án undantekningar. Síðan er ágætt að nota klið inn í kennslu - biðja kjaftaklúbbinn að deila því sem hann var að ræða með bekknum.

Jæja, er þetta ekki barasta fínasta færsla?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home