The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Færsla nr. 4.

Sko, allt að koma.

Hvað hef ég lært nr. 3.

Enn einn praktískur hlutur; uppröðun í stofur. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér en eki gengið sem skyldi að tileinka mér. Ég hef verið svo stressaður yfir kennslunni sjálfri og að prófa mig áfram í kennsluháttum að ég hef ekki eitt alveg nógu miklum tíma í að spögulera í þessu. Þetta svona gleymist. Allavegana þá er bráðnauðsynlegt, að mér finnst, að reyna að virkja sem flesta nemendur í tímum. Það eru yfirleitt fáir sem tjá sig alltaf í stað þess að það komist af stað díalog í öllum bekknum. Einnig kemur það fyrir að fólk fer að spjalla saman í litlum hópum. Annað sem er líka hvimleitt er þegar fólk á fremstu borðunum fer í hrókasamræður við kennarann en aðrir nemendur missa alfarið af þeim. Eitt ráð til þess að virkja sem flesta og fá alla til þess að fylgjast með er að láta borðin í hring. Svona situr fólk á fundum í dag þar sem reynt er að fá alla til þess að leggja orð í púkk. Kennsla fyrir mér er samvinna nemendanna með hjálp kennara og því nauðsynlegt að virkja þá alla.

Vá, bara nokkuð fræðileg færsla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home