Eins og kemur fram hér að neðan þá var ég í Södertälje um helgina.
Hversvegna að halda einhverja karlaráðstefnu þar? Eftir að hafa safnað að mér upplýsingum um pleisið get ég sagt ykkur að hann er frægur fyrir eftirfarandi sem gæti útskýrt staðarvalið:
1. Fæðingarstaður tennisleikarans Björns Borg sem var þekktur fyrir karlmennskutakta sína innan sem utan vallarins.
2. Fótboltafélagið Assyriska gerir víst hlutina vel. Allt einhverjir innfluttir leikmenn frá Sýrlandi? Etnísk karlmennska einhver?
3. Gamlir bílar. Södertälje er víst með flesta antík bíla í Svíþjóð. The boys and their toys.
4. Í Södertälje er óvenju há tíðni hópnauðgana miðað við aðra staði í Svíþjóð. Sorgleg staðreynd sem hrópar á karlaráðstefnu(?).
5. Þar eru einnig hópar nýnasista sem eru þekktir fyrir sínar arískukarlemnnsupælingar.
6. Þar er Kringlan sem er nákvæmleg eins og Kringlan á Fróni og heitir það sama. Öööö, sem er skemmtileg staðreynd en kanski ekki útskýring á karlmennskuráðstefnu á svæðinu.
Verð að segja að þrátt fyrir að ráðstefnan hafi verið haldin í þessum útnára þá var bara hörkugaman. Kynntist eitthvað að skemmtilegu fólki, hlustaði á nokkur góð erindi og sá gamla karlmennskufræðinga drekka sig fulla og dansa eins og vitleysinga. Uppáhaldsmómentið var þegar allir Svíarnir hófu upp raust sína á dansgólfinu og sungu með einhverju vibba sænsku júróvisionlagi.