Eins og kemur fram hér að neðan þá var ég í Södertälje um helgina.
Hversvegna að halda einhverja karlaráðstefnu þar? Eftir að hafa safnað að mér upplýsingum um pleisið get ég sagt ykkur að hann er frægur fyrir eftirfarandi sem gæti útskýrt staðarvalið:
1. Fæðingarstaður tennisleikarans Björns Borg sem var þekktur fyrir karlmennskutakta sína innan sem utan vallarins.
2. Fótboltafélagið Assyriska gerir víst hlutina vel. Allt einhverjir innfluttir leikmenn frá Sýrlandi? Etnísk karlmennska einhver?
3. Gamlir bílar. Södertälje er víst með flesta antík bíla í Svíþjóð. The boys and their toys.
4. Í Södertälje er óvenju há tíðni hópnauðgana miðað við aðra staði í Svíþjóð. Sorgleg staðreynd sem hrópar á karlaráðstefnu(?).
5. Þar eru einnig hópar nýnasista sem eru þekktir fyrir sínar arískukarlemnnsupælingar.
6. Þar er Kringlan sem er nákvæmleg eins og Kringlan á Fróni og heitir það sama. Öööö, sem er skemmtileg staðreynd en kanski ekki útskýring á karlmennskuráðstefnu á svæðinu.
Verð að segja að þrátt fyrir að ráðstefnan hafi verið haldin í þessum útnára þá var bara hörkugaman. Kynntist eitthvað að skemmtilegu fólki, hlustaði á nokkur góð erindi og sá gamla karlmennskufræðinga drekka sig fulla og dansa eins og vitleysinga. Uppáhaldsmómentið var þegar allir Svíarnir hófu upp raust sína á dansgólfinu og sungu með einhverju vibba sænsku júróvisionlagi.
4 Comments:
Ef þú ert að segja að "det gör ont, det gör ont...." sé leiðinlegt lag er vinskapi okkar hér með lokið! Lena Pilipsson er flottast popsöngkona í öllum heiminum og hana nú...
P.S. sjáumst við ekki á laugardaginn?
Ef þú ert að segja að "det gör ont, det gör ont...." sé leiðinlegt lag er vinskapi okkar hér með lokið! Lena Pilipsson er flottast popsöngkona í öllum heiminum og hana nú...
Önnur lög er þér leifilegt að dissa... nema "fongad av en stormvind" með Carolu... því hún er líka algjör hetja!!!
P.S. sjáumst við ekki á laugardaginn? Eða fílarðu ekki sænskt evróvisjón pop?
já Carola tók fanget af en stormvind mjög vel. Ég get dansað eins og hún.
tjah, verð að játa að mér fannst þetta vera nokkuð mikið anti-climax. Búið að vera arfaslöpp tónlist lengi framanaf. Við spjölluðum við dj-inn á Olgu-bar (heitir þetta í alvörunni) og báðum hann um að setja eitthvað aðeins rokkaðra eða fjörugra en Blue og e-h sem hljómaði eins og mýkri sænsk útgáfa af T.A.T.U. (m.a. R'n'b-cover af gömlu Cat Stevens lagi - getiði ímyndað ykkur!?). D.j. skellti þá á Bowie - let's dance og allir voru sáttir. Hver diskó slagarinn fylgdi þá á eftir. Síðan kom eitt gamalt U2 og allir enn í stuði, fólk að spila luftgítar og alles. Síðan kom allt í einu þessi rólega sænska ballaða og aðeins Svíarnir fíluðu sig í tætlur. Eftir þetta tók við meira máttlaust R'n'B popp sykurleðja. Stuttu síðar fór ég bara að sofa.
Skrifa ummæli
<< Home