Jæja, ég veit hvað mig langar í afmælisgjöf.
miðvikudagur, maí 24, 2006
mánudagur, maí 22, 2006
fimmtudagur, maí 18, 2006
Fyrst Joanna Newsom, Smog og SlowBlow. Síðan Paul Lydon og CocoRosie.
Getur múmú gert upp á milli þeirra?
Ms. Newsom var með langtum betri tónleikastaðsetningu (og ég á fremsta bekk) þar sem ég angaði ekki eins og sígerettubakki eftir á og leið ekki eins og sardínu í dós þar sem aðrar sardínur eru alltaf að rekast utan í mig.
Ms. Newsom var með betra upphitunarband og listamann(inn hennar).
CocoRosie voru meira kúl.
Ms. Newsom var krúttlegri.
CocoRosie höfðu með sér blökkumann sem gerði allskyns furðulega hluti með röddina sína og rappaði á frönsku.
Ms. Newsom og CocoRosie voru álíka artífartí.
Fleiri uppklöpp hjá CocoRosie.
Bæði minnti mig á Lísu í Undralandi - bara meiri pómó útgáfa hjá CocoRosie.
Bæði innhverft og yndislegt.
Niðurstöður = Bæði betra.
mánudagur, maí 15, 2006
Ég var alveg búin að gleyma að Shining var gamanmynd og eitthvað er ég orðinn ruglaður fyrst að Blue Velvet var forveri Meet the Parents
laugardagur, maí 13, 2006
Þar sem ég sit heima í bláa sófanum á laugardagskvöldi og fer yfir próf get ég ekki hægt að hugsa um ákveðið málefni:
Hversvegna er ekki eitthvað fyrirtæki sem sendir ís í heimahús?
Mig langar í Ben and Jerry's pistasíu ís.
föstudagur, maí 05, 2006
Fór að sjá V for vendetta í gær
Leiddist ekki og fannst ýmislegt áhugavert
Terroristinn var listhneigður með endemum, hlustaði á Cat Power, Anthony and the Jonsons, Julie London og Tchaikovsky. Ætli ég sé nokkuð með terroristahneigðir fyrst að mér líkar tónlistarsmekkur hans?
Heilþvottur er í lagi ef þú ert að koma manneskjunni sem þú ert að heilaþvo inn á "rétta braut"
Almenningur er meðvitaður og horfir gagnrýnum augum á það sem stjórnvöld halda að þeim. Það nægir að grímuklæddur einstaklingur fremji nokkur morð og sprengi upp nokkrar byggingar til þess að almenningur sjái ljósið og fylgi honum út í rauðan dauðann
Terrorismi gegn alræðisvaldi sem heldur völdum vegna hræðsluáróði skapar ekki meiri ótta heldur gerir almenning óttalausan
Natalie Portman virðist hafa eitthvað 'thing! fyrir ofbeldisseggjum í svartri skikkju og grímu
Ofbeldi er greinilega alltaf besta lausnin
Já, það er mikið sem múmú getur lært af því að fara á bíó.
þriðjudagur, maí 02, 2006
Ég er þreyttur.
Ekkert nýtt þar svosem.
Ég held svei mér þá að ég sé enn eftir mig eftir aðfaranótt mánudags.
Það er greinilega ekki nógu oft að fólk fái tækifæri til að vera fullt á sunnudögum.
Við fengum þessa fínu tónleika frá Karlakórnum Fullir um hálf fjögurleitið um nóttina. Ég reyndi eftir bestu getu að halda augunum lokuðum og huxaði í hvert skipti sem nýtt, karlmannlegt stef byrjaði að þetta hlyti að vera síðasta lagið þeirra. Á endanum létu þeir sig hverfa en sonurinn var órólegur það sem eftir lifði nætur. Undir morgunsárið kom nágranninn heim með afskaplega jákvæða og hressa vinkonu sem heyrðist afskaplega vel í í hljóðbæru húsinu. Gærdagurinn var því hálfgert mók.
Ég var ömurlegur verkamaður í gær og vann. Finn til skömmustutilfinningar og lofa sjálfum mér að gera ekkert slíkt að ári.
Úrú býr til yfirburðar kjúlla og magnaða eplaköku. Mmmmm...