The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, maí 18, 2006

Fyrst Joanna Newsom, Smog og SlowBlow. Síðan Paul Lydon og CocoRosie.
Getur múmú gert upp á milli þeirra?

Ms. Newsom var með langtum betri tónleikastaðsetningu (og ég á fremsta bekk) þar sem ég angaði ekki eins og sígerettubakki eftir á og leið ekki eins og sardínu í dós þar sem aðrar sardínur eru alltaf að rekast utan í mig.
Ms. Newsom var með betra upphitunarband og listamann(inn hennar).
CocoRosie voru meira kúl.
Ms. Newsom var krúttlegri.
CocoRosie höfðu með sér blökkumann sem gerði allskyns furðulega hluti með röddina sína og rappaði á frönsku.
Ms. Newsom og CocoRosie voru álíka artífartí.
Fleiri uppklöpp hjá CocoRosie.
Bæði minnti mig á Lísu í Undralandi - bara meiri pómó útgáfa hjá CocoRosie.
Bæði innhverft og yndislegt.


Niðurstöður = Bæði betra.

2 Comments:

At föstudagur, 19 maí, 2006, Blogger kaninka said...

Váá fórstu á bæði, það er aldeilis flottheit, ég nagaði mig í handarbökin yfir því hvort ég ætti að splæsa á mig öðru hvoru en þetta var frekar óheppileg tímasetning fyrir mig, ég hugsa að ég hefði nú samt valið cocorosie.
tóku þær Beautiful boys lagið, það er svo fallegt mig langar alltaf að grenja þegar ég hlust á það?

 
At mánudagur, 22 maí, 2006, Blogger Fláráður said...

yep, þær tóku það í mjög svo flottri útgáfu. Þær voru á fullu að breyta aðeins lögunum og jafnvel blanda aðeins saman. Tóku tvö tökulög og svona. Massa gaman.

 

Skrifa ummæli

<< Home