The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, maí 05, 2006

Fór að sjá V for vendetta í gær

Leiddist ekki og fannst ýmislegt áhugavert

Terroristinn var listhneigður með endemum, hlustaði á Cat Power, Anthony and the Jonsons, Julie London og Tchaikovsky. Ætli ég sé nokkuð með terroristahneigðir fyrst að mér líkar tónlistarsmekkur hans?

Heilþvottur er í lagi ef þú ert að koma manneskjunni sem þú ert að heilaþvo inn á "rétta braut"

Almenningur er meðvitaður og horfir gagnrýnum augum á það sem stjórnvöld halda að þeim. Það nægir að grímuklæddur einstaklingur fremji nokkur morð og sprengi upp nokkrar byggingar til þess að almenningur sjái ljósið og fylgi honum út í rauðan dauðann

Terrorismi gegn alræðisvaldi sem heldur völdum vegna hræðsluáróði skapar ekki meiri ótta heldur gerir almenning óttalausan

Natalie Portman virðist hafa eitthvað 'thing! fyrir ofbeldisseggjum í svartri skikkju og grímu

Ofbeldi er greinilega alltaf besta lausnin

Já, það er mikið sem múmú getur lært af því að fara á bíó.

4 Comments:

At þriðjudagur, 09 maí, 2006, Blogger Kristinn said...

Auðvitað, ég meina, hann er góður maður sem hjálpar fólki að komast yfir hræðslu sína. Ofbeldi gegn ofbeldi.

 
At föstudagur, 12 maí, 2006, Blogger Fláráður said...

Já, hvernig væri að fá sér PHD á tveimur vikum?

Þetta fær múmú til þess að efast svoldið um réttmæti gráðutitla.

 
At mánudagur, 15 maí, 2006, Blogger a.tinstar said...

thu gleymir mikilvaegasta hlutanum. ad audvitad lestu lebiskt astarbref til ad verda rottaeklingur og serd ljosid!

 
At mánudagur, 15 maí, 2006, Blogger a.tinstar said...

thad gerdi eg!

 

Skrifa ummæli

<< Home