The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Mig hefur langað í svoldið langan tíma að skrásetja eitthvað um ævi hennar ömmu minnar sálugu. Ekki hér á bloggið heldur semsagt að gera einhverskonar einsögu rannsókn með hana sem miðdepil. Ég hef það svosem á tilfinningunni að önnur hver manneskja þyki amma sín og afi vera það merkileg að þeim langi til þess að gera eitthvað álíka. Ég bara held að þetta væri svo skemmtilegt efni þar sem hún var svo litríkur karkater. Svaka hlý á stundum en síðan borderlæn kreisí líka. Ekkja með 7 börn þegar hún var fertug. Skipti yfir í kaþólsku og rak fjölskylduna eins og goðsögulegt matriarchy. Ferðaðist um allar trissur í pílagrím sem og skemmtiferðir. Fékk dellu fyrir ótrúlegustu hlutum. Lá aldrei á skoðunum sínum.

Veit samt ekki hvort að nokkur manneskja sem ekki þekkti hana persónulega myndi nenna að lesa eitthvað um hana.

4 Comments:

At miðvikudagur, 05 apríl, 2006, Blogger Björkin said...

Ég myndi

 
At miðvikudagur, 05 apríl, 2006, Blogger La profesora said...

ég líka

 
At fimmtudagur, 06 apríl, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

sama hér

 
At laugardagur, 08 apríl, 2006, Blogger Kristinn said...

Þar sem allir ætla að lesa hana... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home