The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

sunnudagur, apríl 02, 2006

Andir Snær og biblía ljóta fólksins í hæstu hæðum metsölulista, ófáanleg eins og er, verið að prenta 6. upplag. Ég les hana kannski seinna.

Hann ku vera af krútt kynslóðinni - sem er líklega eftirfari x-kynslóðarinnar, eða hluti af henni. Hmmm. Er nokk viss að Hjálmar sé hluti af þessari krútt-kynslóð en að múm sé það jafnframt. Eru ekki einhver átta ár á milli? Hvenær er kynslóð kynslóð? Hvar liggja mörkin? Ég hét að ég hefði náða að vera hluti x-kynslóðarinnar á meðn Gísli frændi, sem er tveimur árum yngri, sé hluti af nintendo-kynslóðinni. Ég held að þessar flokkanir í kynslóðir séu bara bull og vitleysa en er tilbúinn til að flokka fullt af fólki í kringum mig sem krútt-fólk.

Annars var ég að velta fyrri mér Andra Snæ og vinsældum hans. Mér fannst hann svaka krúttlegur þegar við fengum hann til að skrifa í Fyrirmyndarritið og fannst Bónusljóð krúttleg. Uppáhalds með honum hefur mér þó alltaf þótt ljóðið hans með nýjum reglum fyrir stríð, sem eru einhvernvegin svona:

1. Óvinurinn fær 700 milljónir fyrir að skrúfa
sundur olíuhreinsunarstöð, brú eða flugvöll
lofar að kubba engu saman fyrr en að stríði loknu
2. óvinurinn fær 70 milljónir ef hann skrúfar
sundur farartæki
3. sá hermaður sem þykist vera dauður fær 7 milljónir
ef óbreyttur borgari fær óvart 7 milljónir verður
bara að hafa það

4. sá vinnur sem
a) lætur hinn aðilann skrúfa sundur flestar
verksmiðjur eða farartæki
b) hefur látið svo marga karlkyns óvini fá 7
milljónir að aðeins aldraðir og unglingar eru eftir

þá flýgur sigurvegarinn yfir höfuðborgina á
sprengjuþotu

dreifir
karamellum
túlípönum
og 70 milljörðum í seðlum

loks segir þulurinn á skjánum

við mælum með myndunum
sem hér koma á eftir
-----------------------


Nú veit ég ekki hvort megi birta svona ljóð í heild sinni, en treysti því að Andri Snær sé það mikið krútt að hann færi ekkert að kæra mig eða eitthvað.

2 Comments:

At mánudagur, 03 apríl, 2006, Blogger Björkin said...

Hann verður örugglega ekki fúll af því að þú ert líka krútt og meira að segja bráðum gift krútt. Ömó að missa af þessu. Ég er aftur á móti af x-kynslóðinni þótt að ég hafi ekki haft tækifæri til að skilja eftir mig slóð af xum. Annars vil ég helst leibella mig sem appílsínugult og brúnt kynslóðina af því að ég var bara svoleiðis lituðum fötum fyrstu 6 ár ævinnar.

 
At þriðjudagur, 04 apríl, 2006, Blogger Fláráður said...

thíhíhí

 

Skrifa ummæli

<< Home