The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, október 04, 2005


Lengi lifi kvikmyndahátíðin!

Fór á bíó í kvöld og horfði á sögu um krakka sem eru numin á brott og látin gera allskyns ómanneskjulega hluti en ná að strjúka og lenda í búðum sem sérhæfa sig í að hjálpa þeim að kljást við það sem þau hafa upplifað. Verst að sagan er sönn og þessir krakkar bara dæmi um þúsundir barna sem hafa verið numin á brott af uppreisnarhernum í norðurhluta Úganda. Myndin er áhrifaríkur minnisvarði um hversu ótrúleg mannvonska getur í raun verið til en myndin gefur einnig smá von þar sem krakkarnir sem segja sögu sína virðast vera að fóta sig á ný í lífinu (misvel þó). Einnig er alveg magnað að hugsa sér að það sé fólk að vinna í þessum búðum fyrir börnin og ótrúlegt að þau geti áorkað því sem þau virðast þó ná að áorka.

Það hefði verið ósköp auðvelt að falla í þá gryfju að velta sér uppúr ófögnuðinum sem krakkarnir hafa upplifað - og þrátt fyrir nokkrar mjög ógeðfeldar/sorglegar senur þá ná kvikmyndagerðamennirnir að forðast klámið og koma sögufólkinu frá sér sem ótrúlega heilsteyptum karakterum. Ég vona að ég muni eftir jákvæðu hlutunum úr myndinni jafn vel og viðbjóðnum. Hér er umfjöllun um myndina á síðu kvikmyndaátíðarinnar og hér er síða myndarinnar og hér er síða um búðirnar þar sem krökkunum er hjálpað.

1 Comments:

At fimmtudagur, 06 október, 2005, Blogger Hugrún said...

Ég þoli svo illa hörmungar heimsins og hjartað í mér brestur reglulega við áminningarnar um alla ilsku heimsins... hausinn á mér vill oft á tíðum sjá þessar heimildarmyndir / lesa bækur um þær en hjarta mitt mótmælir hástöfum... Vá hvað ég dáist af fólki sem getur unnið gegn ílsku heimsins, eins og kvennaatkvarfinu og Stígamótum. Ég hef ekki hjarta í þetta þó hugur minn vilji oft leggja sitt af mörkum.

Vá hvað mar getur lifað í vermduðum heimi ef mar vill... ég er að mana mig upp í að sjá ett hål i mitt hjärta og hotel roanda.

 

Skrifa ummæli

<< Home