The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

sunnudagur, október 23, 2005

Sjiiii...

Seinustu dagar búnir að vera erfiðir. Icelandic Airvawes á fullu og múmú verður að taka þátt. Sá það sem ég var spenntastur fyrir á fimmtudags og föstudagskvöldinu - José Gonzales og svo Arkítektúrinn. Hvorugt klikkaði og ég er með mongóglott í feisinu bara við tilhugsunina. Talandi um mongó þá hljómar það helvíti líkt og mangó - sem er einmitt seinna orðið í nafninu á veitingastaðnum sem ég og spúsa fórum á í gær. Segjum bara sem svo að ég er strax byrjaður að plana hvenær ég ætla aftur og hvað ég ætla að smakka af matseðlinum þá.

Airwaves greinilega búin að sprengja utan af sér. Það var fáránleg röð fyrir utan Nasa í gært og því var horfið frá upprunalegu plani að sjá ratatat og clap your hans say yeah! - sá í staðinn the Zutons sem var ágæt en þolir illa samanburð við Sandman og co - og saxafónninn kallar ósjálfrátt á þann samanburð.

Töltum á þjóleikhúskjallarann og viti konur - engin röð! Sáum breska stráka spila ágætis sett - aldrei heyrt um þá áður en voru ósköp krúttlegir og hæfileikaríkir. Heita the Rushes ef ég man rétt. Fengum ekki frían geisladisk með þeim, töltum heim og urðum fyrir tómataárás.

Veit ekki hvort var meira sjokkerandi - túmaturinn fljúgandi eða að rekast á Fríðu frökku á laugarveginum.

Síðan er bara kvennafrídagur og allt á morgunn.

Ég þar - sjáumst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home