Lítið að gerast hérna á síðunni þessa dagana enda er ég desperate househusband með Dúa þessa dagana. Dagmamman skellti sér til Japan og við feðgar erum á fullu að mynda heilbrigð tillfinningabönd sem verða vonandi til þess að hann fari ekki í ruglið þegar hann verður eldri.
Ég fór á Mótórhjóladagbækurnar í gær og fannst fínnt. Það er samt einhvernveginn erfitt að reyna að lifa sig inn í lífsháskasenur þar sem Ché á í hlut - komm onn, við vitum alveg að hann deyr ekkert þarna, hann er ekki einu sinni byrjaður að ganga um í skæruliðagalla. Semsagt ágætis bestbuddy mynd en ekki mesta listaverk sem hefur hreyfst á hvítatjaldinu.
Ég verð ennþá dáldið þunglyndur þegar ég hugsa um Gat í hjarta mínu. Þar er sko alvöru list á ferð!!! :)
Anthony and the Johnsons eru að koma á klakann. Spurning hvort múmú skelli sér á fríksjóið. Vill einhver bjóða mér?