The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, apríl 29, 2005

Lítið að gerast hérna á síðunni þessa dagana enda er ég desperate househusband með Dúa þessa dagana. Dagmamman skellti sér til Japan og við feðgar erum á fullu að mynda heilbrigð tillfinningabönd sem verða vonandi til þess að hann fari ekki í ruglið þegar hann verður eldri.

Ég fór á Mótórhjóladagbækurnar í gær og fannst fínnt. Það er samt einhvernveginn erfitt að reyna að lifa sig inn í lífsháskasenur þar sem Ché á í hlut - komm onn, við vitum alveg að hann deyr ekkert þarna, hann er ekki einu sinni byrjaður að ganga um í skæruliðagalla. Semsagt ágætis bestbuddy mynd en ekki mesta listaverk sem hefur hreyfst á hvítatjaldinu.

Ég verð ennþá dáldið þunglyndur þegar ég hugsa um Gat í hjarta mínu. Þar er sko alvöru list á ferð!!! :)

Anthony and the Johnsons eru að koma á klakann. Spurning hvort múmú skelli sér á fríksjóið. Vill einhver bjóða mér?

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Jæja, þá er bara spurning hvort Ratburger sé anti-christur eða ekki. Ég held að þetta sé svona 50/50 séns á því. Sjáum til hvað kallinn gerir á næstu mánuðum.
Pannt ekki fara til helvítis út af þröngsýnum gömlum kalli!

Eins og allir vita þá felst frelsið og sálarbjörgin í efnislegum gæðum - kanski ekki altaf gæðum en allavegana efnislegum hlutum. Ég held núna að hamingja mín gæti falist í jakkafötum a la Gram Parsons. Ef einhver myndi gefa mér svona þá yrði ég án efa hamingjusamur þar til mér dettur eitthvað annað í hug sem mig langar í.
.

föstudagur, apríl 15, 2005

Loxins komst ég í þannig stemmara að nýja (nýlega/sta) Low platan passaði á fóninn. Allt í einu skil ég ekki hversvegna hún hefur ekki verið á rípít í græjunum seinustu 3 mánuði.

Kanski er það vegna þess að Hjálmar er búinn að mata mig nýjum tónlistarbunka með reglulegu millibili. Kanski er það vegna þess að ég var drulluhræddur um að bandið væri búið að missa það. Annars ætti ég að nota tækifærið og mæla með Rokia Traoré, Bright Eyes, Mirah og American Music Club sem broti af því besta sem Hjálmar hefur sett á borðið hjá mér.





Ég er ekki á Wikipedia en Jón Gnarr er það. Ég hvet alla til þess að búa til upplýsingasíðu um mig. Ég er tilbúinn að hjálpa til með því að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ef einhver man eftir Veruca Salt þá er hér soldið skemmtilegt ábreiðulag eftir Ninu Gordon sem var í því bandi.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Fatnaður nýs páfa undirbúinn!!!
Mæli með því að Jean Paul Gaultier verði fenginn til að flíkka upp á embættið.

.
.

Mér lýst barasta ágætlega á að Háskólinn í Reykjavík flytjist í Garðabæ. Finnst samt þá bráðnauðsynlegt að hann breyti um nafn - Háskólinn í Garðabæ. Hmmm... hljómar ekki svo illa. Hugsið ykkur bara hvað traffíkin myndi léttast í borginni. Er ekki líka flestir sem eru í þessum skóla úr Garðabænum? Er ekki hægt að flytja Versló þangað líka? Síðan getum við opnað nýjan Háskóla Reykjavíkur í Reykjavík sem einbeitir sér að því að framleiða eitthvað skemmtilegra en lögfræðinga og viðskiptafræðinga.

mánudagur, apríl 11, 2005

Fór á "gat í hjarta mínu" í gær og er ennþá þunglyndur.
Læt ykkur vita þegar ég fæ trú á mannkynið aftur.
Það er að segja ef ég fæ trú á mankynið aftur.

Vissi að ég hefði frekar átt að fara á fílgúdd böddí myndina um Ché.

föstudagur, apríl 08, 2005

Fimm ár eru dágóður tími.
Og seinustu fimm ár eru búin að vera dágóð.
Skál fyrir seinustu fimm árum!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kiddý fór af landinu í gær án þess að sjá Dúa "live". Hún og Valdi komu með pakka og alles - (sem við fengum í gær frá Úrú - kærar þakkir fyrir hann) - á afmælisdegi stráksins á tilsettum tíma sem forledrarnir höfðu nefnt sem uppálagðan til hittings. Foreldrarnir voru síðan bara lygarar og fúlmenni og ekkert heima með afmælisbarnið. Teljum okkur þó vera með nokkuð góða afsökun þar sem við þurftum að skella Dúa til læknis vegna eyrnabólgu og augnakvefs. Pesinilín pensilín æ lof jú, jess æ dú (sönglað). Hvernig fór fólk að fyrir pensilínið (?) spyr ég bara eins og sá millistéttar hvíti vestræni hefalltafhaftþaðofgottallamínaævi kallpungur sem ég er. Ekki hlakka ég til þegar allar þessar pestir verða ónæmar fyrir pensilíni.

mánudagur, apríl 04, 2005

Ég er ekki dauður, bara þreyttur. Var samt þreyttari fyrir ákkúrat ári síðan.


Dúi eins árs í dag - hlaupandi, klifrandi orkubolti og gleðigjafi.

föstudagur, apríl 01, 2005

Eins og allir vita þá verður ókeypis bjór á tónleikunum á eftir þannig að ég hef reddað pössun og ætla að vera fyrstur í dyrunum. Vona að ég sjái ykkur sem flest þar. Sjáumst síðan hjá Eyrúnu þið sem mætið ekki á Tómas og bjórinn.