The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Varðandi seinustu færslu þá er búið að leiðrétta mig allharkalega. Þið verðið að afsaka vitleysuna hjá mér en ég er bara að taka mín fyrstu skref í þekkingarheimi íþróttanna enda með það háleita markmið að geta svarað fleiri appelsínugulum spurningum í næsta tribba.

Hér með leiðréttist að Framsóknarfólk "á" ekkert fótboltalið á stórhöfuðborgarsvæðinu enda eru ekki til nógu margir sem styðja þann flokk til þess að standa bakvið heilt fótboltalið.

Sko, alltaf að læra.

4 Comments:

At fimmtudagur, 24 febrúar, 2005, Blogger La profesora said...

ég hefði kannski átt að kynna mér íþróttapólitíkina áður en ég skutlaði drengnum í val. ég sendi hann bara af því að hann getur hjólað þangað sjálfur. sem minnir mig á það... af hverju ætli strákarnir í breiðholtinu hafi sumir æft með val og aðrir með fram (og frammararnir eru sjálfstæðismenn í dag by the way)...en fæstir æfðu með leikni sem á heima í efra breiðholti..hmm.

 
At fimmtudagur, 24 febrúar, 2005, Blogger Fláráður said...

Þetta er spennandi rannsóknarefni - ætli ég sé kominn með doktorsverkefnið?

 
At fimmtudagur, 24 febrúar, 2005, Blogger Fláráður said...

Búinn að finna vinnutitil - "Always in the Ball": Social Capital and Political Leanings in the Icelandic Soccer Landscape

 
At föstudagur, 25 febrúar, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég hef líka heyrt þetta með $jálfstæðismenn og FRAM. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég heyrði því fleygt að ónefndur fyrrverandi (en þáverandi at the time) forsetisráðherra hefði greitt hálf mánaðarlaun eins leikmannsins fyrir ekki svo löngu til að fá hann í FRAM. Svo held ég að Jón Steinar sé líka FRAMari, en á móti kemur að til FRAMara teljast líka fólk eins og Stefán Páls GBari.

 

Skrifa ummæli

<< Home