Með borinn í báðum höndum reyndi ég að gata eldhúsinnréttinguna með litlum árangri. Er eitthvað trikk við að bora? Þarf langatöng að vera styttri en baugfingur svo vel takist til? Man samt eftir að hafa borað göt í loft og veggi fyrir nokkrum árum og það var ekki svona erfitt. Ætli þetta sé ekki bara óvenju þétt eldhúsinnrétting?
Þetta er samt allt að koma, gengur bara hægar en ég bjóst við.
3 Comments:
Ertu viss um að þú sért með viðarbor í stað múrbors. Það skiptir víst máli hvort það er. Einnig hvort þú ert með bor sem maður notar til að skrúfa (þola ekki hvað sem er) eða bor með höggi (miklu massífari).
Kveðja
Alex
Hvað segjirður... voru leiðbeiningar mínar ekki nógu góðar? Hefði ég átt að fara betur út í smáatriði áður en ég leyfði þér að yfirgefa heimili mitt með þetta iðnaðartæki?
Ég held að ég sé að gera allt rétt. Bor með sprota á endanum, viðarlegur með meiru. Borinn sjálfur með stillanlegt högg og skrúfu val. Tjah, þetta hafðist, það eru komin göt og svona, en þetta tók helvíti langan tíma.
Skrifa ummæli
<< Home