Hressilegt hvernig einn svona lítill strákur getur verið mikið veikur á fjölbreytilega máta.
Úrú og Guttinn héldu innflutningsveislu á laugardaginn og við spúsan löbbuðum yfir götun í partí. Fengum frænda frúarinnar til að sitja á sófanum, bryðja nammi og horfa á DVD fyri pening þannig að ef strákurinn myndi vakna þá gæti frændinn látið okkur vita og við hoppað yfir götuna aftur. Þess gerðist ekki þörf enda erum við hjónaleysin í ótrúlega lélegri drykkjuþjálfun og vorum komin snemma heim enda lá við dauða eftir þrjá litla bjóra af minni hálfu. Ókei, ég ýki aðeins. Allavegana þá var gleðin hjá Gutta og Úrúnu vel heppnuð og það kom mér á óvart hvað þau eiga mikið af fallegum og dönnuðum vinum, þau sem eru svo plebbaleg sjálf :)
Við færðum þeim plöntu sem á að lifa af án vatns í 3 vikur og hún hefur sentimental gildi þar sem hún er klónuð af Jónu. Eins og Ollan benti réttilega á þá er ástandið það sorglegt á heimilinu að í leiðindunum hefur verið brugðið á það ráð að skíra plöntuna. Það er spurning hvort múmú geri leik úr þessu og fari að skýra helstu mublurnar og svona eftir vinum og vandamúmúum. Til dæmis ætti einn geisladiskastandurinn án efa að heita Olla, einn sófinn Ingunn og einn bókaskápurinn Bragi. Ef þið þekkið þetta fólk þá þarf ekki að útskýra hversvegna þessar ákveðnu mublur virðast tengjast þessu fólki. Held samt að það væri aðeins of sorglegt að standa í svona nafngiftum og kýs því frekar að deyfa hugann með sjónvarpsglápi. Sem minnir mig á að ég ætla að taka þátt í lágkúrunni í kvöld og glápa á Survivor.