Já, eitt af því skemmtilegasta sem múmú gerir í fæðingarorlofinu er að fara í göngutúr með SD í vagninu um hverfið. Einn af upplagðari stöðnum til þess að fara á er náttúrulega Austurvöllur. Þar er gott að vera og fylgjast með mannlífinu. Eitt skondið er að múmú er alltaf að hitta annað fólk í fæðingarorlofi sem hann þekkir ekkert alltof vel en hefur alltíeinu alveg svaaaakalega mikið sameiginlegt með og endalaust hægt að spjalla um bleyjuskipti, svefnleysi, brjóstagjöf og aðra skemmtilega hluti. Verst að ég er yfirleitt allan tíman að reyna að muna hvað fólkið heitir og hvernig ég kannast við það. Alzheimer light anyone?
Allavegana þá er líka gaman að vera þarna með vinum sem eru ekki komnir með púka. Þótt að þeir minnist ekkert á það finnst mér samt eins og þeir séu aðeins þreyttir á að eitthvað barnafólk sé alltaf að koma upp að okkur og að umræðurnar fari ósjálfrátt að snúast um bleyjuskipti, svefnleysi, brjóstagjöf og aðra skemmtilega hluti.
Síðan er svo gaman að fara á Austurvöllinn jafnvel þótt að þar sé ekki neitt af vinum eða barnafólki með sameiginlega reynslu. Það er nebblilega alltaf hægt að fylgjast með blessuðum rónunum. Það er alveg stórmerkilegt að sjá hvað þeir eiga í raun mikið sameiginlegt með púkanum í kerrunni. Allt þetta með að vera sífellt drekkandi þangað til þeir lognast út af, virðast ekki geta séð um sig sjálfa, hafa litla stjórn á hreyfingum, geta ekki staðið í lappirnar og haldið hægðum. Annars var það ekki ég sem kom með þessa athugasemd. Depparinn sagði þetta um dóttur sína fyrir stuttu:
“…it's like hanging around a miniature drunk - you've got to hold on to them, they bump into things, they laugh, they cry, they urinate, they vomit."