The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, maí 28, 2004

Já, eitt af því skemmtilegasta sem múmú gerir í fæðingarorlofinu er að fara í göngutúr með SD í vagninu um hverfið. Einn af upplagðari stöðnum til þess að fara á er náttúrulega Austurvöllur. Þar er gott að vera og fylgjast með mannlífinu. Eitt skondið er að múmú er alltaf að hitta annað fólk í fæðingarorlofi sem hann þekkir ekkert alltof vel en hefur alltíeinu alveg svaaaakalega mikið sameiginlegt með og endalaust hægt að spjalla um bleyjuskipti, svefnleysi, brjóstagjöf og aðra skemmtilega hluti. Verst að ég er yfirleitt allan tíman að reyna að muna hvað fólkið heitir og hvernig ég kannast við það. Alzheimer light anyone?
Allavegana þá er líka gaman að vera þarna með vinum sem eru ekki komnir með púka. Þótt að þeir minnist ekkert á það finnst mér samt eins og þeir séu aðeins þreyttir á að eitthvað barnafólk sé alltaf að koma upp að okkur og að umræðurnar fari ósjálfrátt að snúast um bleyjuskipti, svefnleysi, brjóstagjöf og aðra skemmtilega hluti.
Síðan er svo gaman að fara á Austurvöllinn jafnvel þótt að þar sé ekki neitt af vinum eða barnafólki með sameiginlega reynslu. Það er nebblilega alltaf hægt að fylgjast með blessuðum rónunum. Það er alveg stórmerkilegt að sjá hvað þeir eiga í raun mikið sameiginlegt með púkanum í kerrunni. Allt þetta með að vera sífellt drekkandi þangað til þeir lognast út af, virðast ekki geta séð um sig sjálfa, hafa litla stjórn á hreyfingum, geta ekki staðið í lappirnar og haldið hægðum. Annars var það ekki ég sem kom með þessa athugasemd. Depparinn sagði þetta um dóttur sína fyrir stuttu:
“…it's like hanging around a miniature drunk - you've got to hold on to them, they bump into things, they laugh, they cry, they urinate, they vomit."

fimmtudagur, maí 27, 2004

Eyrun eru ekki enn byrjuð að virka almennilega, heyri smá suð og verkjar aðeins í hljóðhimnuna hægra megin. (Það var þessi hægra megin sem fór til andskotans í Færeyjum hérna um árið og ég lét plata mig út í að troða hvítlauksgeira í eyrnagöngin í kjölfarið.) Ég er líka með strengi í hálsinum og aftur eru þeir meira áberandi hægra megin. Kanski er það vegna þess að ég veifaði hægri hendinni meira? Allur líkaminn er úr sér genginn og þreyttur þrátt fyrir að ég hafi lagst áðan í bað og reynt að slaka aðeins á vöðvunum. Ég er líkamlega í klessu.
Djöfull voru þetta góðir tónleikar ha!!!

miðvikudagur, maí 26, 2004

Ég og frumburðurinn undirbjuggum okkur fyrir Pixiestónleikana í morgunn. Hlustuðum á diska og dönsuðum aðeins. Vorum sammála um að það væri skemmtilegast að dansa við Surfer Rosa og að skemmtilegast væri að hoppa upp og niður. Reyndar var líka álíka hrifning að veifa höndum til og frá og hrista hringlur í takt við lögin. Sérstaklega vakti hringlið kátínu í takt við Levitate Me. Þegar umræðan fór út í hver væri besti diskurinn vorum við ekki á sama máli. Ég er enn lang hrifnastur af Come On Pilagrim og Surfer Rosa á meðan Svavar Dúi benti réttilega á að Doolitle væri besta poppplatan með eintómum skemmtilegheitum út í gegn. Hann lísti því yfir að ég lifði í einhverri fortíðarþrá og ætti að sætta mig við að Doolitle bæri af. Þetta leiddi út í smá rifrildi en við náðum þó sáttum með því að gera grín að fólki sem þykir Bossanova eða (guðhjálpiþeim) Trompe le Monde vera bestu plöturnar með bandinu. Breytir því ekki að Svavar Dúi verður bara heima hjá ömmu sinni meðan pabbi rokkar.

mánudagur, maí 24, 2004

Sjiiii.... Ég er ekki alveg að fíla þetta nýja bloggerútlit, svona til þess að ég kommenti á það sama og allir aðrir eru að kommenta á. "Fláraður; frumlegi bloggarinn" verður nýja sölulínan á þessu bloggi. Alltaf í boltanum (nördalegur nískrandi hlátur)!

Ég mæli með sól í dag.






(Vá, þetta er með því innantómasti póstur sem ég hef sett hérna, og þá er mikið sagt)

fimmtudagur, maí 20, 2004

Jæja, þá er biðin á enda.
Nafnið var skjalfest og krossfest í dag.
Bumbus heitir....








(trommuhljóð)











(lúðraþytur)
















Svavar Dúi!!!!



Svavar í höfuðið á afa sínum og Dúi í höfuðið á langömmu sinni.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Vúshíhúsh.
Æ,æ, Bumbus fékk þetta massa flotta heillaóskaskeyti í gær (sem var ógóflott og við þökkum kærlega fyrir) þar sem allir héldu að plön hefðu haldist og að Bumbus væri komin með alvöru nafn. Neinei, foreldrar hans panikkuðu á seinustu stundu og þurftu að fresta ölllu. Hvernig get ég lýst fyrir ykkur panikkinu sem greip sig á heimilinu á laugardaskvöldið þegar úrslitin voru ljós? Þið hafið líklegast öll verið að horfa á en fá ykkar orðið fyrir jafn miklu sjokki og við þegar óskabarn þjóðarinnar, draumaprinsinn sjálfur, lenti í 19. sæti!!! Við sáum fram á að við yrðum að setja allt á pásu og finna nýtt nafn hið snarasta. Jón Jósep Þórðarson gegnur sko ekki ef þannig peyjar eru að lenda í 19. sæti í Júgróvísíón!!! Við höfum því gálgafrest fram á fimmtudag.

Hvernig lýst ykkkur annars á Rusli Þórðarson?

föstudagur, maí 14, 2004

Ruslana á eftir að taka evróvision í görnina. Hvernig er annað hægt!!!


miðvikudagur, maí 12, 2004

Afi var hlýr og innilegur, lífsglaður grallari, heimshornaflakkari og lífskúnstner með meiru. Nú þegar hann er farinn er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið orðinn eins aldraður og fæðingarárið segir til um. Afi var alltaf á ferðinni og með eitthvað fyrir stafni. Hann og amma höfðu ferðast saman heimshorna á milli og um landið þvert og endilangt. Afi var alltaf að plana næstu stórframkvæmdir. Ef afi hefði náð að framkvæma allt það sem honum hafði dottið í hug fyrir sumarbústaðinn þeirra ömmu væri vafalaust hægt að reka hann sem fjögurra stjörnu hótel. Sem betur fer fékk framkvæmdargleðin hjá honum líka útrás á öðrum vettvöngum og það eru eflaust margir vinir og vandamenn sem eiga eitthvað heima hjá sér sem afi hjálpaði til við að koma saman.
Það var alltaf gaman að hitta ömmu og afa og fá kanski að heyra sögu af heimshornaflakki, þeim tíma sem þau ráku gistiheimili, þegar þau kynntust á unglingsárunum eða þegar afi var að reisa byggingar út um allar trissur. Afi hafði þann eiginleika að allir sem kynntust honum fundu hversu hlýr og innilegur hann var. Hann átti auðvelt með að tala við hvern sem var og fá viðkomandi til þess að finnast hann vera vel metinn í bókum afa.
Við eigum eftir að sakna afa og hugsa hlýlega til allra samverustundanna sem við erum óendanlega þakklátir fyrir hafa átt með honum.


Í minni mínu varðveitist mynd af þér
Þar sem þú brosir
blíðar en sólin
faðmar mig
með hlýjum örmum
Ég get vart varist tárunum
þegar ég veit
að þetta er aðeins
Minning

Og þar sem minning mín
rennur í eina mynd
þar sem birta þín og hlýja
verma hjartarætur mínar
brosi ég í gegnum tárin
Því minning mín um þig
gafstu mér til eigna
um ókomna framtíð
þar til ég hitti þig næst
í minningunni
(Kristinn Ágúst Kristinsson)

sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja, snooze takkinn er fundinn - eða allavegana er stúfurinn þögull um stund á stundum og laumar litlu brosi að foreldrunum eða jafnvel hjalar smá. Múmú er líka orðinn svo sjóaður í kúkableyjunum að múmú er alveg hættur að panikka nema þegar að kúkurinn nær út undan hálsmálinu.
Eitt af gleðilegri hliðunum við að vera kominn með svona kríli er að múmú nær að horfa á sjónvarpið á tímum sem múmú var ekki vanur að horfa á sjónvarpið á. Þá þarf að bjarga sér og okkur til mikillar gleði er MTV búið að vera með Jackson helgi. Vá hvað Vakkó Jakkó hefur gert mikið af ódauðlegum slögurum og djö... hvað ég sé eftir því að hafa ekki tekið þátt í Jackson æðinu þegar það tröllreið öllu hérna. Ég er líka búinn að læra svo mikið þessa helgi. Vissuð þið til dæmis að Jarvis Cocker múnaði (ekki múnvolkaði) Jakkó á Britawards einhverntíma? Vissuði að gæin hefur gert lög vinsæl eftir Scream (dúettnum með Janet)? Ég barasta þekkti ekkert lag eftir það myndband en umfjöllunin var öll svona eins og allir ættu að þekkja þau. Síðan var eitthvað myndband með Marlon Brando og annað þar sem Jakkó breyttist í beinagrins og enn eitt þar sem hann breyttist í ljótan chihuahua hund - nei bíddu, hann lítur bara þannig út í dag. Allavegana þá er ég búinn að endurnýja kynni mín af Jakkó það mikið að ég er búinn að vera sönglandi lögin um leið og ég er að reyna að pikka inn verkefnin sem ég þarf að klára næstu vikurnar. Næst þegar ég kaupi mér geisladisk verður það örugglega Off the Wall.