Jæja, snooze takkinn er fundinn - eða allavegana er stúfurinn þögull um stund á stundum og laumar litlu brosi að foreldrunum eða jafnvel hjalar smá. Múmú er líka orðinn svo sjóaður í kúkableyjunum að múmú er alveg hættur að panikka nema þegar að kúkurinn nær út undan hálsmálinu.
Eitt af gleðilegri hliðunum við að vera kominn með svona kríli er að múmú nær að horfa á sjónvarpið á tímum sem múmú var ekki vanur að horfa á sjónvarpið á. Þá þarf að bjarga sér og okkur til mikillar gleði er MTV búið að vera með Jackson helgi. Vá hvað Vakkó Jakkó hefur gert mikið af ódauðlegum slögurum og djö... hvað ég sé eftir því að hafa ekki tekið þátt í Jackson æðinu þegar það tröllreið öllu hérna. Ég er líka búinn að læra svo mikið þessa helgi. Vissuð þið til dæmis að Jarvis Cocker múnaði (ekki múnvolkaði) Jakkó á Britawards einhverntíma? Vissuði að gæin hefur gert lög vinsæl eftir Scream (dúettnum með Janet)? Ég barasta þekkti ekkert lag eftir það myndband en umfjöllunin var öll svona eins og allir ættu að þekkja þau. Síðan var eitthvað myndband með Marlon Brando og annað þar sem Jakkó breyttist í beinagrins og enn eitt þar sem hann breyttist í ljótan chihuahua hund - nei bíddu, hann lítur bara þannig út í dag. Allavegana þá er ég búinn að endurnýja kynni mín af Jakkó það mikið að ég er búinn að vera sönglandi lögin um leið og ég er að reyna að pikka inn verkefnin sem ég þarf að klára næstu vikurnar. Næst þegar ég kaupi mér geisladisk verður það örugglega Off the Wall.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home