Ég og frumburðurinn undirbjuggum okkur fyrir Pixiestónleikana í morgunn. Hlustuðum á diska og dönsuðum aðeins. Vorum sammála um að það væri skemmtilegast að dansa við Surfer Rosa og að skemmtilegast væri að hoppa upp og niður. Reyndar var líka álíka hrifning að veifa höndum til og frá og hrista hringlur í takt við lögin. Sérstaklega vakti hringlið kátínu í takt við Levitate Me. Þegar umræðan fór út í hver væri besti diskurinn vorum við ekki á sama máli. Ég er enn lang hrifnastur af Come On Pilagrim og Surfer Rosa á meðan Svavar Dúi benti réttilega á að Doolitle væri besta poppplatan með eintómum skemmtilegheitum út í gegn. Hann lísti því yfir að ég lifði í einhverri fortíðarþrá og ætti að sætta mig við að Doolitle bæri af. Þetta leiddi út í smá rifrildi en við náðum þó sáttum með því að gera grín að fólki sem þykir Bossanova eða (guðhjálpiþeim) Trompe le Monde vera bestu plöturnar með bandinu. Breytir því ekki að Svavar Dúi verður bara heima hjá ömmu sinni meðan pabbi rokkar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home