fimmtudagur, júní 28, 2007
miðvikudagur, júní 27, 2007
Í hvert skipti sem ég hlusta á the Knife verð ég veikari og veikari fyrir þessu bandi - langar þá til að smita aðra og þetta er eins góð byrjun og hver önnur. (bæ ðe bæ þá er þetta originalinn)
mánudagur, júní 25, 2007
þriðjudagur, júní 19, 2007
Hitti skemmtilegt og áhugavert fólk í gær, hin kvíbesku Philippe og Paule. Fyrirlestur sem ég hélt á vegum Nikk-sins fyrir 3 árum síðan virðist verða til þess að einhverjir sem láta sig varð karla í hjúkrun hafa samband við mig við og við. Philippe er einmitt í karlafræðum í Kvíbekk að stúdera karla, karlmennsku, þunglyndi og sjálfsvíg. Hann hafði þannig rekist á fyrirlesturinn minn og ákvað að slá á þráðinn fyrst hann var á leiðinni hingað í frí. Það var mjög áhugavert að heyra af rannsókninni hans og alveg eðal að rölta með þeim um miðbæinn og háskólasvæðið í góða veðrinu í gær. Ætti múmú kanski að skella sér í doktorinn í Kvíbekk? Ég kann allavegana að segja Pourquoi pas? eftir heimsókn risessunnar í vor.
---------------------------------------------
Til hamingju með daginn!
fimmtudagur, júní 14, 2007
Ég er búinn að vera að agitera fyrir því að fá þetta á tónleika hingað heima.
Ég er alltaf svona einbeittur í eldhúsinu.
Mig langar í pönsu þegar ég horfi á þetta myndband.
Þetta lag er aftur á móti með söng en álíka sætt myndband.
þriðjudagur, júní 12, 2007
ó mæ gawd hvað það er gott veður.
Og ég að kenna.
Grey nemendurnir hálfsofandi í hitamókinu.
Held að þeim hafi þótt skemmtilegra í skólanum í gær.
Vona samt að þau hafi lært eitthvað nýtt í dag.
---------------------------------------------------
Konan á myndinni hér fyrir neðan var einn frægasti mannfræðingur allra tíma.
föstudagur, júní 08, 2007
Það er örlítil tómleika tilfinning hjá mér. Var að komast að því að þessi kona er svo til nýlátin. Mér finnst ég næstum hafa þekkt hana eftir að hafa lesið bækur og greinar um og eftir hana. Er ekki tilvalið að gera þetta að gátu; hver er/var þessi mæta kona:
Bjór á barnum í boði fyrir fyrsta sem kemur með rétt svar.
mánudagur, júní 04, 2007
Og allt í einu áttaði ég mig á því að Danke Schön væri mun meira viðeigandi en Big Time Spender. Pant láta spila það þegar er verið að bera kistuna út.
---------------------------------------------------------
Þetta hérna er aftur á móti alltof fnykað til að passa í jarðarför, en fær mig til að dilla mér á stólnum.
föstudagur, júní 01, 2007
Ég hef ákveðið að bæði Þóra og Sigurgeir eigi verðlaun skilið - Í verðlaun að þessu sinni er skot af tekíla á næsta bar sem við hittumst á - Til hamingju með það góða par!
-------------------------------------
Kabúl Transit var áhugaverð og alveg helvíti góð. Margar beittar senur og skemmtileg skot. Væri alveg til í að sjá hana aftur við tækifæri.
-------------------------------------
Og svo til að ryfja upp: